Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Leggur til þyngri refsingu Mikil umræða varð um refsingar fyrir vörslu og dreifingu á barnaníðsefni í vikunni eftir þátt Kompáss þar sem fjallað var um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar hjá lög- reglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar í fórum mann- anna hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna gróf kynferðisbrot gegn börnum allt niður í nokkurra mánaða. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, ætlar að leggja fram frumvarp um þyngri refsingar við slíkum brotum. Refsingar séu þyngri á öðrum Norðurlöndum en hér á landi og því þurfi að breyta í samræmi við alvarleika þessara mála. Faraldurinn í veldisvexti Þriðja bylgja kórónaveirunnar er í vexti á Íslandi og eykst smit í samfélaginu. Því taldi sóttvarnalæknir rétt að herða sóttvarnatakmarkanir að nýju. Stór hópsýking kom upp á Landakoti sem yfir 140 tilfelli COVID-19 hafa verið rakin til. Tveir einstaklingar á níræðisaldri létust vegna veirunnar í vikunni. Sex hundar drápust í eldsvoða Sex hundar drápust í eldsvoða í Kópavogi í vikunni. Eigandi þeirra, ung kona, er í áfalli vegna þessa og hafa aðstandendur hafið söfnun til að hjálpa henni að koma fótunum undir sig aftur eftir eldsvoðann, sem varð á heimili hennar. Hún átti fjóra hunda til viðbótar sem björguðust úr eldinum og að sögn eigandans braggast þeir vel. Kæra frystihús til lögreglu Stéttarfélög áhafnarmeðlima á skipinu Júlíusi Geirmunds- syni ÍS 270 ætla að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunn- varar til lögreglu eftir að skipverjar voru látnir vinna þrátt fyrir COVID-19 smit um borð. 22 af 25 skipverjum smituðust af COVID-19 um borð fljótlega eftir að skipið lagði úr höfn. Þrátt fyrir veikindin var skipverjum gert að halda vinnu sinni áfram í túr sem tók þrjár vikur. Brosti hringinn eftir stuðning Móðir drengsins Ólívers greindi nýlega frá hrottalegu einelti sem hann hefur mátt þola frá skólafélögum sínum undanfarið. Svo slæmt varð eineltið að Ólíver þurfti að skipta um skóla. Eftir að móðir hans steig fram með frásögnina hefur stuðningi rignt yfir Ólíver úr öllum áttum. Frægir knattspyrnumenn og handboltamenn hafa sett sig í samband við hann auk tón- listarfólks, leikara og menntamálaráðherra. Ólíver er að sögn móður sinnar himinlifandi yfir þessum viðbrögðum og brosir framan í heiminn að nýju. Ekki bjartsýnn Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Ís- lands, er ekki bjartsýnn á framhald Íslandsmótsins í fót- bolta eftir nýjust vendingar í kórónaveirumálum Íslands, en hertar aðgerðir hafa verið boðaðar. Áður hafði KSÍ verið búið að biðja um undanþágu fyrir æfingar en sóttvarna- læknir hefur boðað að færri undanþágur verði samþykktar hér eftir. 1 Biður karlmenn um að hætta þessum „ógeðslega“ vana Ástralskur kynlífsfræðingur biðlar til karlmanna að að huga betur að hreinlæti. 2 Martröð Þórarins á sveitabæ – Segist hafa verið látinn vinna launalaust og lögreglu sigað á hann – „Þetta var algjör niðurlæging“ Þórarinn Ólafsson lenti í launaþjófn- aði og fór í verkfall í mótmælaskyni. Vinnuveitandi lét þá fjarlægja hann með lögregluvaldi. 3 Alexandra hættir með knatt-spyrnumanninum – Eyddi honum af Instagram Söngkonan Alexandra Burke er hætt með knatt- spyrnumanninum Angus MacDonald sem leikur með Rotherdam United. 4 Róbert segir frá fréttinni sem varð til þess að hann hætti sem fréttamaður á Stöð 2 Róbert Marshall fór um víðan völl í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. 5 Víðir boðar hertar aðgerðir – „Við lítum þetta mjög alvar- legum augum“ Illa hefur gengið að ná tökum á þriðju bylgju kórónaveir- unnar á Íslandi og því þurfti að herða aðgerðir að mati almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra 6 Einhleypar athafnakonur – Eld-klárar og æðislegar DV tók saman yfirlit um nokkrar eldklárar athafnakonur sem eru einhleypar 7 Sjáðu inn á heimili Beckham fjölskyldunnar – Hefur kostað meira en 11 milljarða Beckham- hjónin keyptu lúxusíbúð í 62 hæða fjölbýlishúsi í Miami. 8 Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælis- veisluna sína Kærasti Eli McCann skipulagði afmælið hans en stillti því upp líkt og Eli væri mættur í eigin jarðarför. 9 Faldi myndavél í rassvasanum – Greip menn glóðvolga Fyrir- sæta faldi myndavél í rassvasa sínum til að ná á upptöku hvernig karlmenn störðu á afturenda hennar. Katrín Tanja er ein fremsta íþróttakona heims Í bók sinni veitir hún lesendum innsýn í líf sitt og það sem hún hefur gert til að ná árangri og verða fyrirmynd SIGRAR OG ÓSIGRAR Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 4 FRÉTTIR 30. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.