Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 33
Bollakökur með Halloween-ívafi
240 g hveiti
200 g sykur
5 msk. kakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
3 egg
2 tsk. vanilludropar
140 ml olía
200 ml kalt vatn
Byrjið á að hita ofninn í 200°C.
Þeytið saman í skál egg, olíu, van-
illudropa og vatn þar til blandan
verður létt og ljós.
Sigtið restina af þurrefnunum sam-
an í skál og blandið öllu vel saman.
Skiptið deiginu í um 20-25 bolla-
kökuform.
Bakið í 12-15 mínútur.
Látið kökurnar kólna vel áður en
þær eru skreyttar.
Smjörkrem
500 g smjörlíki (mjúkt)
500 g flórsykur
3 tsk. vanilludropar
Matarlitir að eigin vali
Byrjið á að setja smjör-
líki og flórsykur saman í
hrærivélarskál og þeytið
vel, því lengur sem þeytt
er því þægilegra verður
að eiga við kremið. Ég
miða við 4 mínútur á
háum hraða.
Setjið vanilludropana út í og
blandið vel saman.
Ég skipti kreminu í tvo hluta og not-
aði grænan matarlit í annan helm-
inginn og appelsínugulan matarlit í
hinn helminginn.
Skreytingar
Nornahattar og leðurblökur
Til þess að skreyta má nota alls
konar skemmtilega hluti, ég keypti
í Hagkaup sælgætisaugu frá Wil-
ton, Oreo-kexkökur og Hershey’s-
kossa.
Nornahattarnir eru gerðir þannig
að smá smjörkremi er sprautað á
bollaköku, Oreo-kexkaka sett ofan
á það, aftur er sett smá smjörkrem
og að lokum einn Hershey’s-koss,
þarna er kominn hinn fullkomni
nornahattur.
Leðurblökurnar eru gerðar þann-
ig að ég bræði smá súkkulaði og
nota það til að líma sælgætisaugu
á Oreo-kexköku. Ég set svo smá
smjörkrem á bollaköku og sting
Oreo-kexkökunni í miðjuna á bolla-
kökunni, næst tek ég eina Oreo-
kexköku og brýt hana til helminga
til að nota sem vængi, eins og sjá
má á myndinni.
Það má svo leika sér við að útfæra
andlitin á Oreo-kökunum, skvetta
súkkulaði yfir þær, eins og þær
séu múmíur og hvað sem hugurinn
girnist.
Gleðilega hrekkjavöku!
Una í eldhúsinu
Ormabúðingur
1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur
1 pakki Oreo-kex
1 pakki hlaupormar
Blandið Royal-búðing í skál eftir
leiðbeiningum, setjið í ísskáp í
nokkrar mínútur.
Myljið Oreo-kexkökur í mat-
vinnsluvél.
Setjið lagskipt í glös eða skálar
búðing og Oreo-mylsnu.
Skreytið svo með hlaupormum.
Skrímslabitar úr Rice Crispies
70 g smjör
150 g hvítt súkkulaði
5 msk. síróp
5 bollar Rice Crispies
Sælgætisaugu til skreytingar
Byrjið á að bræða súkkulaði og
smjör saman í potti við vægan hita
Bætið sírópinu saman við og
hrærið vel saman.
Takið af hitanum og bætið Rice
Crispies saman við, hrærið var-
lega saman.
Setjið í form og þjappið vel saman,
það getur verið gott að setja bök-
unarpappír í botninn á forminu.
Kælið í 2-3 klukkustundir.
Losið úr forminu og skerið í mis-
munandi stóra bita.
Skreytið bitana svo með smjör-
kremi og sælgætisaugunum, einn-
ig getur verið skemmtilegt að nota
bráðið hvítt súkkulaði og lita það
með matarlit.
Hrekkjavaka er á morgun,
laugardaginn 31. október, og
því er tilvalið að útfæra helgar-
baksturinn með hryllilegu ívafi.
Hérna koma nokkrar skemmti-
legar hugmyndir sem allir ættu
að geta leikið eftir.
MYNDIR/AÐSENDAR
MATUR 33DV 30. OKTÓBER 2020