Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 36
Ofurfyrirsætan Heidi Klum er
hrekkjavökudrottning Hollywood.
Á hverri hrekkjavökunni á fætur
annarri leggur hún sig alla fram
um að töfra fram svakalega bún-
inga og virðist toppa sig hvert ár.
H rekkjavakan er vinsæl hátíð í Bandaríkjunum sem á rætur sínar að
rekja til Kelta, en þá voru
færðar þakkir fyrir uppskeru
sumarsins og boðuð koma
vetrarins. Hátíðin kom til
Bandaríkjanna með Írum og
Skotum á nítjándu öld.
Þó að hátíðin gangi að miklu
leyti út á að börn klæði sig í
búninga og gangi í hús að
sníkja sælgæti, þá er hátíðin
engu síðri fyrir fullorðna sem
ganga mislangt í búningavali
og skella sér á djammið.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum
er mikill aðdáandi hrekkja-
vökunnar og hefur lagt mikið
í búningavalið síðastliðin
tuttugu ár. Hún hefur meðal
annars klætt sig upp sem
Lady Godiva, Betty Boop,
Dominatrix, norn, vampíra,
gyllt gyðja, forboðinn ávöxt-
ur og kisa. En eins og Heidi
Klum er búningurinn ekki
fullkomnaður án heljarinnar
veislu og heldur hún risa partí
árlega.
Við skoðum ótrúlegustu
búninga Heidi Klum síðast-
liðna tvo áratugi. n
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
Hrekkjavöku-
drottning
Hollywood
MYNDIR/GETTY
36 FÓKUS
2019
Það tók tíu
klukkustundir
fyrir Heidi að
koma sér í
þennan bún-
ing og leyfði
hún aðdáend-
um sínum að
fylgjast með
ferlinu. Hún
og eiginmaður
hennar, Tom
Kaulitz, voru í
stíl. Heidi var
geimvera og
Tom blóðugur
geimfari.
2018
Á r ið 2 0 18
var ofurfyrir-
sætan Fiona
úr vinsælu
teiknimynd-
inni „Shrek“.
E iginmaður
hennar var
a u ð v i t a ð
Shrek sjálfur
og er óhætt
að segja að
þau gjörsam-
lega slógu í
gegn þet ta
árið.
2008
Á r ið 2 0 0 8
v a r K a l i ,
gyðja tíma,
dau ða o g
umbreytinga,
búningurinn
s e m v ar ð
fyrir valinu.
Það er óhætt
a ð s e g j a
að hún hafi
vakið athygli í
þessum rosa-
lega búningi.
2015
Ofurfyrirsætan var hreint út sagt
mögnuð sem Jessica Rabbit úr
myndinni „Who Framed Roger
Rabbit?“ árið 2015.
2002
Það verður að segjast að búning-
arnir frá seinni áratugnum séu
betri og meira krassandi heldur
en búningarnir frá 2000 til 2010.
En árið 2002 var Heidi Klum alveg
mögnuð í gervi Betty Boop.
2016
Heidi Klum var hún sjálf árið 2016, en að sjálfsögðu
gerði hún fleira. Hún fékk til liðs við sig fimm aðrar
konur sem voru gerðar að tvíförum hennar.
2011
Árið 2011 hélt hún tvö partí og auðvitað kom ekki til
greina að mæta í sama búningi í þau bæði, þannig að
api úr kvikmyndinni „Planet of the Apes“ og manns-
líkaminn, voru gervin það árið.
30. OKTÓBER 2020 DV