Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 40
30. október 2020 | 43. tbl. | 111. árg. dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000 SAND KORN MYND/TIMARIT.IS LOKI 55 dagar til jóla! Tvítugur Kári Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur lengi þótt sjarmerandi og sérkennilegur. Frekur og eldklár. Þessi gamla mynd sýnir að Kári var yfirburða huggulegur ungur maður, þarna tvítugur menntskæl- ingur. Dóttir Kára, Sólveig Káradóttir, er sláandi lík föður sínum. Sóla starfaði um árabil sem fyrirsæta og er ákaflega glæsileg. Galdra- karlinn í Vatnsmýrinni er 71 árs og þykir hafa fengið betri spil en flestir því lítið virðist maðurinn eldast. Hann æfir af kappi og það að æsa sig reglulega heldur honum hugsanlega einnig ungum. Hvað gerðist í Haffjarðará? Sögusagnir þess efnis að athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson hafi gerst sekur um ósæmilega fram- göngu í veiðiferð sem hann fór í 17. júní í Haffjarðará, með þeim afleiðingum að honum hafi verið vísað úr ánni, virðast ekki ætla að deyja út þrátt fyrir að eigandi árinnar, Óttar Yngvason, og Björgólfur sjálfur neiti því að nokkuð ósæmilegt hafi gerst. Nú er svo komið að tvö bresk götublöð eru að rannsaka málið og hafa ýmsir aðilar fengið símtöl frá breskum blaðamönnum. Tengsl Björg- ólfs við fótboltahetjuna David Beckham og leikstjórann Guy Ritchie sem voru með í för í ferðinni umdeildu vekja áhuga gulu pressunnar. Ljóst er að eitthvað kom upp á því skemmtikraftar voru afbók- aðir með lítilli fyrirhöfn og veiðiferðin stytt verulega. n NÚ ER ÞAÐ... ALLAN NÓVEMBER MEÐAN BIRGÐIR ENDAST BRANDSON.IS 20% - 70% AFSLÁTTUR NÚ ER ÞAÐ... ALLAN NÓVEMBER MEÐAN BIRGÐIR ENDAST BRANDSON.IS 20% - 70% AFSLÁTTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.