Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 20
20 EYJAN 30. OKTÓBER 2020 DV KOSNINGASPÁ DV BIDEN FORSETI BANDARÍKJANNA Kosið verður í bandarísku forsetakosningunum á þriðjudaginn. Óhætt er að segja að gríðarleg spenna sé fyrir kosningunum. Rafn Steingríms- son stjórnmálaáhugamaður og Heimir Hannesson, blaðamaður DV og stjórnmálafræðingur, leggjast yfir stöðuna eins og hún blasir við í dag. Þar sem Trump er sitj-andi forseti var lítill gaumur gefinn að for- kosningum Repúblikana. Þó voru kjaftasögur uppi um að hann fengi mótframboð í lok árs 2019, en ekkert varð af þeim framboðum. Sigldi Trump því örugglega í höfn og var formlega útnefndur for- setaframbjóðandi flokksins í lok ágúst, líkt og hefð er fyrir. Leið Bidens að útnefningu var talsvert lengri. Samtals buðu sjö sig fram í flokknum, allt verðugir frambjóðendur. Þau voru Bernie Sanders, Elizabeth Warren, Michael Bloomberg, Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Tulsi Gabbard. Biden tók um 52% af kjörmönnum undir lokin. Næstur á eftir honum var Sanders með um 27%. Hon- um stafaði því aldrei hætta af mótframbjóðendum sínum og sigldi frekar átakalaust í gegnum forkosningarnar. Hafa sumir nefnt að for- kosningarnar í Demókrata- flokknum hafi verið nokkuð vægar, sem hafi jafnvel bitnað á Biden síðar meir. Ef slagurinn hefði verið harðari hefði Biden fengið tækifæri til þess að svara fyrir ætluð hneykslismál í „öruggara“ umhverfi og afgreiða málin áður en Trump gæti nýtt sér þau með sínum hætti. Leðjubornar kappræður Þar sem lengi var ljóst að Bi- den og Trump yrðu útnefndir hefur baráttan að mestu leyti verið þeirra á milli, og ekki alltaf snúist um málefnin. Raunar má segja að málefnin hafi verið algjört aukaatriði í þessari kosningabaráttu. Kappræðurnar snérust að lang mestu leyti um COVID-19 faraldurinn og persónulegar árásir manna á milli. Það sýndi sig best í fyrri kappræð- unum sem urðu að pólitískum leðjuslag og málefnin komust hvergi að. Öðrum kappræðum var svo aflýst eftir að Donald Trump sjálfur greindist með COVID og neitaði að taka þátt í kappræðum í gegnum fjar- fundabúnað. Í þriðju kappræð- unum var svo brugðið á það ráð að loka á hljóðnema fram- bjóðendanna, til að hindra aðra uppákomu eins og í þeim fyrstu. Það sem fylgdi voru svo endurteknar árásir frambjóð- enda á mótframbjóðendur sína. Rauði þráðurinn í kosn- ingabaráttu Trumps var að Biden væri gamall, farinn að sýna einkenni öldrunar og of langt til vinstri. Á meðan segir Biden að Trump sé hættulegur Bandaríkjunum, rússnesk yfirvöld hafi hann í vasanum og að hann hafi sýnt af sér vítavert viðbragðsleysi við COVID-faraldrinum og kostað þannig fleiri mannslíf en hafi þurft. Skoðanakannanir viku fyrir kosningar Biden leiðir svo til allar mark- verðar skoðanakannanir á landsvísu. Eins og Hillary Clinton og Al Gore sönnuðu, þá er það ekki nóg. Þó er þess virði að nefna að forysta Bi- dens er nánast fjórum sinnum meiri en forysta Clinton yfir Trump árið 2016. Þá hefur Trump aldrei mælst hærri en Biden í kosningabaráttunni. Eins og DV hefur áður bent á eru bandarískar forseta- kosningar ekki ein kosning heldur aðskildar kosningar á 51 stað. Í langflestum þeirra eru niðurstöðurnar fyrirfram gefnar. Í öðrum, svokölluðum „sveifluríkjum“, [e. swing state) eru úrslitin tvísýnni og niðurstöður skoðanakannana tvíræðari. Þannig leiddi Hill- ary til að mynda í Michigan og Wisconsin viku fyrir kjördag 2016, en tapaði báðum ríkjum í kosningunum. Þá má einnig nefna að þó möguleiki sé á að tapa kosn- ingunum með meirihluta at- kvæða, þá verður sú niður- staða ólíklegri eftir því sem meirihluti atkvæða eykst. Hillary hlaut 48,2% atkvæða og Trump 46,1%, munurinn var því 2,1%. Munurinn sem nú mælist á milli Bidens og Trumps er nær 8%. Stærð- fræðilegar líkur á dreifingu atkvæða þannig að meirihluti kjörmanna næðist ekki með 8% forskot á landsvísu, eru svo til engar. Skoðanakannanirnar sjálfar má svo túlka á marga vegu og er hver með sína skoðun á því máli. Þeir sem halda vilja í von um að Donald Trump beri sigur úr býtum, þrátt fyrir mótlæti í skoðanakönnunum, hafa bent á skekkjurnar í skoðanakönnununum 2016 og sagt þær vera að endur- taka sig. Um þær fjallaði DV ítarlega í síðasta blaði. Þá hafa þeir bent á að pólitíska andrúmsloftið í Bandaríkj- unum verði til þess að færri séu tilbúnir til að viðurkenna stuðning við Trump. Þann- ig séu þeir ólíklegri til að svara spyrlum þegar þeir hringja eða banka á dyr. Þeir sömu benda einnig á að kjós- endur Trumps séu ólíklegri Heimir Hannesson heimir@dv.is til að vera hafðir með í úrtaki spyrla, en allt eins líklegir til að mæta á kjörstað. Hvað sem þessu líður verður ekki litið fram hjá því að úrslit kosninganna 2016 voru ekki langt frá skoðanakönnunum á landsvísu, en atkvæðadreif- ing réð því að Trump sigraði í lykilríkjum. Bæði hafa skoð- anakönnuðir og spyrlar lært sína lexíu frá því fyrir fjórum árum, og munurinn er, sem fyrr sagði, svo miklu meiri nú. Kosningarnar Kosið verður 3. nóvember í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Þar sem ríkin eru ekki öll á sama tímabelti verða kjörstað- ir fyrst opnaðir á austurströnd Bandaríkjanna, frá Maine í norðri til Flórída í suðri. Þeim kjörstöðum verður jafnframt lokað fyrst, sem er hentugt fyrir áhugasama Íslendinga því það þýðir að tölur munu fljótt taka að berast frá Penn- sylvaníu og Flórída. Flórída verður lykilríki fyrir Trump og er áhugasömum bent á að fylgjast vel með Flórída á kosninganótt. Ef fyrstu tölur þaðan eru Biden hliðhollar má segja að úrslitin séu ráðin. Trump á ekki neina von á sigri öðruvísi en með kjörmönnum þaðan. Pennsylvanía er jafn mikilvæg fyrir Trump, en þó er möguleiki á sigri, án þess að sigra þar. Trump mældist viku fyrir kjördag með 0,8% forskot, en sigraði þá með 1,2%. Nú mælist Biden með 1,8% for- skot. Sömu sögu er að segja þvert á öll „sveifluríkin“ sem Trump vann 2016. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.