Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2020, Blaðsíða 26
26 FÓKUS AÐ SLEPPA KJÖTI Á MÁNU- DÖGUM ER FÍN BYRJUN Hildur Ómarsdóttir var alin upp sem grænmetisæta frá fæðingu. Hún sagði endanlega skilið við dýraafurðir þegar hún var með son sinn á brjósti. Syni hennar var neitað um að koma með nesti til dagmömmu og ekki allir leikskólar taka vegan börnum fagnandi. Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is V erkfræðingurinn Hild-ur Ómarsdóttir hefur aldrei borðað kjöt. Hún var alin upp sem grænmet- isæta, af foreldrum sem báðir sneyddu hjá kjötvörum. Faðir hennar hætti að borða kjöt sautján ára og móðir hennar fylgdi seinna í hans fótspor. Það mætti því segja að Hild- ur sé vön því að vera „öðru- vísi“. Hún var eina barnið í bekknum sínum, eða réttara sagt skólanum sínum, sem ekki borðaði kjöt. Foreldrar hennar mættu fordómafullu viðmóti vegna ákvörðunar sinnar, en héldu ótrauð áfram í sinni sannfæringu um að dýr væru ekki okkar til að borða og við gætum vel lifað án þess að drepa þau og borða. Hildur segir að hún hafi snemma tengt við þá hugmynd að dýrin væru vinir hennar, og þess vegna hafi hún skilið það sem barn af hverju hún borð- aði ekki kjöt. Á fullorðinsárum varð Hildur vegan og elur nú upp vegan barn. Móðir Hildar hafði ætíð upp- lýsingar að vopni, var vel lesin og tilbúin þegar hún var krafin svara og sætti harðri gagnrýni vegna lífsstíls fjölskyldunnar. Hildur gerir slíkt hið sama og leggur einnig mikið upp úr því að elda góðan og nær- ingarríkan mat. Hún heldur úti vinsælli Instagram-síðu, @hilduromarsd, þar sem hún deilir uppskriftum. Hún þróar einnig uppskriftir fyrir Innnes (gerumdaginngirnilegan.is) og Krónuna. Grænmetisæta frá fæðingu „Börn sem eru græmetisætur eða vegan eru undir smásjá í kerfinu. En ég var rosalega mikið í íþróttum og var mjög efnileg. Ég var alltaf hraust og aldrei veik. Mamma pældi rosalega mikið í næringu, hún var ótrúlega vel lesin og ég er mjög þakklát fyrir þann bak- grunn. Það er mjög mikilvægt að vera vel lesin, því þú ert að fara að mæta fordómum og ég þurfti mjög ung að svara fyrir minn lífsstíl,“ segir Hildur og bætir við að þetta hafi einn- ig alið upp í henni gagnrýna hugsun, sem hún notar á öðr- um sviðum lífsins. Varð vegan Hildur flutti til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni fyrir átta árum. Þau bjuggu þar í sex ár og segir hún Svía vera komna mun lengra en Íslendinga, þegar kemur að veganisma og umhverfis- málum. Með árunum færðist hún nær vegan lífsstílnum og endaði með að taka loka- skrefið þegar hún var með son sinn á brjósti. „Ég hafði verið svona 90 prósent vegan í einhver sjö ár, en þegar ég var með drenginn á brjósti varð tengingin mjög skýr, hvaðan mjólkurvörur koma í raun og veru,“ segir hún. Sonur hennar fæddist með hjarta- Hildur Ómars- dóttir var alin upp sem grænmetisæta og elur nú upp vegan barn. Hún á von á sínu öðru barni. MYND/VALLI 30. OKTÓBER 2020 DV galla og þurfti Hildur því að nota brjóstapumpu fyrst um sinn. Hún tengdi því sterkt við kýrnar í mjaltavélunum. Hún átti erfitt með að gera undantekningar eftir það og varð fljótt vegan. Kærleikur Hildur vill leggja áherslu á mikilvægi þess að dæma ekki einstaklinga sem eru ekki hundrað prósent vegan, séu að prófa sig áfram, eða gera undan tekningar hér og þar. Það sem skiptir mestu er að fólk geri sitt besta. „Mér finnst mikilvægara að hugs- unin sé komin þangað og maður sé að gera þetta út frá kærleika,“ segir hún. Hildur er dugleg að hvetja fylgjendur sína til að sneyða hjá kjötvörum á mánudögum (e. Meatless Mondays) eða vera vegan á miðvikudög- um (e. Vegan Wednesdays). „Börnum finnst oft erfitt að klæða sig í föt, finnst það svo stórt verkefni að heyra: „Klæddu þig í fötin.“ En ef maður byrjar á því að segja: „Farðu í sokkana,“ byrja á ein- hverju smáu og vinna sig upp, þá verður það einfalt. Þetta er í rauninni sama hugsun. Ein- hvers staðar verður maður að byrja,“ segir hún. Viðhorfið má bæta Hildur segir að viðhorfið til vegan einstaklinga og græn- metisæta hafi breyst mikið undanfarna áratugi, en viður- kennir að við eigum enn langt í land. Hún átti til að mynda erfitt með að tryggja syni sínum dagforeldrapláss og einnig leikskólapláss, vegna lífsstíls þeirra. Hún rifjar upp þegar dagmamma neitaði syni hennar um pláss. „Hún sagði að það kæmi ekki til greina að ég mætti koma með nesti handa honum, hann þyrfti að borða það sama og hinir og allir fengju einnig lýsi. Ég fékk bara neitun og við tóku nokkrir mánuðir í launalausu leyfi,“ segir hún. Þegar kom að því að skrá drenginn á leik- skóla fékk hún fyrst þau svör að hann myndi bara borða eins og hinir krakkarnir, hún ákvað að leita annað og er Ró- bert núna á leikskóla þar sem öll börn eru velkomin. Að sögn Hildar snýst við- mót samfélagsins að miklu leyti um orðræðu, mýtur og gamlar venjur. Hún nefnir orðalag landlæknis varðandi ráðleggingar um næringu barna. „Í ráðleggingum land- læknis í Svíþjóð kemur fram að barn geti vel verið alið upp á vel samsettu vegan matar- æði. En hérna á Íslandi er þetta orðað þannig að vegan mataræði sé ekki viðunandi, nema með sérstakri ráðgjöf. Ég upplifi að hér á landi sé mikið ýtt undir óöryggi for- eldra,“ segir Hildur. „En þótt viðhorfið sé kannski ekki komið eins langt og í Svíþjóð þá hef ég alveg orðið vör við meiri áhuga. Þá sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni og sérstaklega stelpum. Ég sé kannski mesta muninn á hraðri aukningu fylgjenda, sem er minn hvati til að halda áfram að deila vegan ráðum og uppskriftum.“ Ráð fyrir byrjendur Hildur gefur áhugasömum ráð um hvernig er hægt að fikra sig áfram í átt að vegan- isma. „Ég myndi bara byrja smátt. Sleppa kjöti á mánu- dögum eða sneyða hjá dýra- afurðum á miðvikudögum. Gera þetta svolítið skemmti- legt og hugsa um hvað það er gaman að læra eitthvað nýtt á þessum fullorðinsárum. Ekki bara gera þetta til að gera þetta, setja sér verkefni að kynna sér af hverju, kynna sér hvað til dæmis baunir eru næringarríkar, kynna sér umhverfissjónarmiðin tengd veganisma, horfa á heim- ildarmyndir á Netflix, þora að kíkja í vegan kælinn. Það er mikilvægt að vita af hverju maður ætlar að gera þetta.“ Hægt er að fylgjast með Hildi á Instagram @hildurom- arsd. n HVAÐ ER VEGANISMI? Alþjóðlegi vegan dagurinn er 1. nóvember næstkomandi. Veg- anismi er sú skoðun að öll hag- nýting dýra sé röng, hvort sem það á við um matvælaframleiðslu, fataframleiðslu eða skemmtanir. Að vera vegan er að ákveða að forðast að neyta dýraafurða eftir bestu getu og eftir því sem praktískt getur talist. Hægt er að kynna sér veganisma frekar á graenkeri.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.