Fjölrit RALA - 01.11.1976, Side 83
-72-
JUKTAKYNBÆTUR.
Unnið er að kynbótum á öllum helstu túngrösum auk ýmissa
tegunda sem gætu komið að notum við sárstakar aðstæður, t.d. til upp-
græðslu og £ skrúðgarðarækt. I kynbótum túngrasanna er vinnan sam-
felld frá ári til árs, þ.e. á hverju hausti hefur verið safnað nýjum
efnivið til prófunar frá Korpu. Samfara víxlunum og úrvali er
síðan unnið að frærækt og stofnaprófunum sem getið er annars staðar.
Auk graskynbóta er nú hafið á ný kynbótastarf á einærum korn-
tegundum og þá einkum á byggi til kornþroska.
prófaðar
í þriðja lagi eru nýjar tegundi rloP úrval gert í ýmsum tegundum
matjurta t.d. kartaflna.
A. Kynbætur grasc og smára.
1. Vallarsveifgras (Poa pratensis) (460-71, 3161-70)
Áframhaldandi söfnun, úrval, frærækt og stofnasamanburður.
Afbrigði sem valin voru úr söfnunum frá 1970 og 1971 eru komin í
frærækt og samanburðartilraunir.
2. Túnvingull (Festuca rubra) (461-71 , 3101-65 , 3102-65 , 3104-68 ,
3105-68 , 3106-66 , 3107-6 7,).
Leitast er við að móta stofna til túnræktar og til uppgræðslu.
Frærækt og samanburðartilraunir á fyrstu stofnunum er hafin. Einn
stofn er í framræktun í Danmörku og aðrir £ athugun £ Bandar£kjunum
og Kanada.
3. Hávingull (Festuca pratensis) (3110-64).
Islenskum hávingli hefur verið safnað. Er stofnfræ ræktað að
Korpu en framræktun til fræframleiðslu £ Danmörku.
4. Vallarfoxgras (Phleum pratensis (454-72, 3123-65).
Vorið 1972 var plöntum safnað úr túnum á Suður-, Vestur- og
Norðurlandi. Safnað var úr túnum sem voru 30 ára eða eldri og serstak-
lega þar sem vor- og haustbeit er.
Úrval, frærækt og stofnaprófun er hafin á tveimur stofnum úr þessu
safni jafnframt þv£ sem vinna heldur áfram á safninu. Afbrigðið Korpa
er framræktafe £ Noregi en stofnfræið er ræktað á Korpu.