Fjölrit RALA - 06.11.1978, Qupperneq 27
II.
Framleiðslutilraunir.
22 .
1. Bötun sláturlamba á grænfóðri.
Gerð var athugun með samanburði á að beita lömbum á fóður-
kál annars vegar og næpur hins vegar fyrir slátrun haustið 1977.
100 lömb voru í þessari athugun, og var þeim skipt m.t.t. þunga
á fæti 11. september í tvo jafna flokka, 50 lömb í hvorum, 25
hrútlömb og 25 gimbrarlömb. Beitartíminn var frá 11. september
til 24. október, og hafði hvor flokkur um sig aðgang að um 1 ha
af þessum grænfóðurstegundum.
7. tafla sýnir meðalþunga lamba á fæti eftir kynjum í hvert
sinn, er þau voru vegin, og fallþunga og kjötprósentu þeirra.
7. tafla.
Beitt á kál Beitt á næpu
Þungi á fæti, kg Þungi á fæti, kg
Kyn 11/9 21/9 4/10 24/10 fall kg k jöt % 11/9 21/9 4/10 24/10 fall kg kjöt %
Hrútar 32.9 35.7 39.1 42.3 18.0 42.19 33.0 36.3 38.5 39.7 17.4 43.78
Gimbrar 30.2 32.4 34.8 36.8 16.2 43.97 29.9 ' 32.2 34.4 35.0 15.8 45.00
Samtals 31.5 34.1 37.0 39.6 17.1 43.06 31.5 34.2 36.4 37.3 16.6 44.40
Ef gert er ráð fyrir, að þessum lömbum hefði verið slátrað
í fyrstu slátrun beint af úthaga 23. september og að þau hafi þá
lagt sig með sama fallþunga og jafnþung lömb á fæti, sem þá var
slátrað, má ætla, að hrútar í kálflokki hafi bætt við fallþunga
sinn um 4.4 kg og £ næpuflokki um 3.8 kg. Gimbrar í kálflokki
hafa þá bætt við sig 3.0 kg og í næpuflokki 2.7 kg.
2. Samanburðartilraun með þrjár tegundir af fóðurbæti (grasköggla,
grasköggla með 4% fóðurfitu og fóðurblöndu) og töðugjöf ein-
göngu handa ám.
Tilgangi og framkvæmd þessarar tilraunar er lýst í Ársskýrslu
Rala 1976 (Fjölrit 18, 71.-72. bls.). Eins árs niðurstöður úr
þessari tilraun voru birtar á Ráðunautafundi B.í. og Rala 6.-10.
febrúar og voru helztu ályktanir þessar: