Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 33
FÖÐURRANNSÖKNIR.
28.
1. Meltanleikarannsóknir.
Með búfé (in vivo) .
Notaðir voru 10 sauðir við meltanleikaákvarðanirnar.
Gerðar voru 52 meltanleikaákvarðanir á 10 sýnum.
Töluverð umræða hefur átt sér stað um næringargildis-
ákvarðanir á graskögglum. Því hefur verið haldið fram, að
ákvarðanir þær, sem gerðar eru með efnamælingu og meltanleika-
ákvörðun, vanmeti gæðin. Sú kenning hefur verið sett fram, að
graskögglar hafi jákvæð áhrif á vambargerla jórturdýra og geti
m.a. aukið meltanleika þess fóðurs, sem gefið er með þeim. Til
þess að kanna þetta mál var á árinu gerð athugun, þar sem hey
og graskögglar voru gefin í mismunandi magni. Helztu niður-
stöður eru í 13. töflu. Út frá meltanleika heys (K-13) og
hreinna köggla (K-17) var meltanleiki reiknaður í flokkum, sem
fengu mismikið hey og köggla (K-14, K-15 og K-16). Það kemur
í ljós, að reiknaður meltanleiki og ákvarðaður er hinn sami.
Þessum rannsóknum verður haldið áfram.
13. tafla.
K - 13 K - 14 K - 15 K - 16 K - 17
Étið þurrefni í heyi 1079.6 gr 805.4 gr 560.0 gr 280.4 gr
Étið þurrefni í kögglum - 181.9 gr 363.4 gr 546.3 gr
Étið þurrefni alls (Xc) D 1079.6 gr 987.3 gr 923.4 gr 826.7 gr
Ákvarðaður meltanleiki 53.9 % 56.5 % 60.2 % 62.3 %
Reiknaður meltanleiki 56.3 % 59.1 % 62.6 %
730.6 gr
730.6 gr
%
67.1