Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 38
33 .
16. tafla. Dagleg 'þyngdaraukning kálfa (g).
Graskögglar
óbl. mysuþ. Kjarnfóður
0.5 kg/dag 857 1167 595
Hlutfall 100 136 69
1.0 kg/dag 1565 1190 667
Hlutfall 100 75 42
1.5 kg/dag 1071 1380 1119
Hlutfall 100 129 104
1 1 W-i i&yé '7*1 H
Gafu graskögglar sízt minni þyngdaraukningu en kjarnfóður.
BEITARÞOLSRANNSÓKNIR (landnýting).
Tilraunir í Sölvaholti og Kalfholti voru á framræstri,
óáborinni og áborinni mýri, í Kelduhverfi og á Auðkúluheiði á
óábornum og ábornum kvistmóa, en auk þess á ábornum kvistmóa
í Kelduhverfi, þar sem lyngi var eitt með lyfjum. í Álftaveri
var tilraun á ábornum og óábornum móajarðvegi. Tilraunin við
Sandá var á uppgræddum og ábornum sandi. Á Hvanneyri og á Hesti
voru tilraunirnar á ræktaðri mýri, en auk þess þrjú beitarhólf
á óræktaðri mýri.
Nokkrar breytingar voru gerðar á fjölda búfjár í tilraunum
frá árinu 1976, og var reynt að nota aðeins tvílembur, þar sem
það var mögulegt. í 17. töflu eru taldir upp tilraunastaðirnir,
fjöldi búfjár, fjöldi beitarhólfa, stærð tilraunanna, hvenær
tilraunirnar hófust og hvenær þeim lauk.
Ekki tókst að fá nægilega marga kálfa í tilraunina í Sölva-
holti, svo að sleppa varð annarri endurtekningunni. í Kálfholti
var helmingi lambanna beitt á kál í um 5 vikur fyrir slátrun.
Á Hesti var bætt við þungbeittu hólfi á óframræstri mýri til að
fá áhrif mismunandi beitarþunga.