Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 42
37 .
Vela-og verkfæraprófanir bútæknideildar eru í svipuðum
skorðum frá ári til árs. Engu að síður eru þær stærsti liður-
inn á verkefnalista deildarinnar.
Sem að ofan greinir, voru 13 búvélar og verkfæri til próf-
unar hjá bútæknideild þetta ár. Er prófun flestra þeirra lokið.
Þá er prófun lýkur, er söluaðila send meginniðurstaða prófunar.
í ljósi þeirra niðurstaðna er tekin ákvörðun um frekari innflutn-
ing hvers tækis. Stefnt er að því að birta opinbera prófunar-
skýrslu fyrir vorið 1978 um þau tæki, er verða á markaði framvegis
Prófun AEBI, rafknúna heyhnífsins, er ólokið. Kannaðir verða
möguleikar á því að nota hann við einfasa rafstraum.
Duks-baggavarpan var rangt afgreidd frá verksmiðju, og
tókst ekki að nota hana að neinu marki.
Varmadæla, smíðuð af Orkustofnun, var prófuð s.l. sumar.
Var hún notuð til yljunar á lofti í súgþurrkun. í ráði er að
nota varmadæluna aftur að sumri.
2. Jarðræktartækni.
Endurvinnsla túna.
Á árinu var fram haldið undirbúningi tilraunar að Krossnesi
í Álftaneshreppi. Samstarf er með bútæknideild, Bændaskólanum á
Hvanneyri, BÚnaðarsambandi Borgarfjarðar og Magnúsi Þórðarsyni,
bónda á Krossnesi, við undirbúning og framkvæmd þessarar tilraunar
Vorið 1977 lauk jarðvinnslu á þremur spildum í túninu, alls
4.0 ha. Vegna erfiðrar veðráttu haustið 1976, þegar jarðvinnsla
og kílræsing var gerð, varð að víkja nokkuð frá áður gerðri
áætlun. Áburðardreifingu og sáningu fræs var lokið í júlíbyrjun.
Spírun tókst vel, og náði nýgræðingurinn sár vel á strik. Helztu
verkefni við þessa tilraun á komandi árum verða mælingar á upp-
skerumagni og aðrar athuganir á gróðurfari túnsins. Einnig væri
þarft að gera athuganir á grunnvatnsstöðu í spildum með mismunandi
framræslu.
Áburðartilraun var lögð út á einni spildunni sl. vor. Er það
fjögurra liða tilraun með kalk og vaxandi magn P og K. Sú til-
raun var uppskorin á liðnu sumri. Þess er að vænta, að tilraun
þessi leiði í ljós, hvort kalkskortur stendur gróðri á þessum
slóðum fyrir þrifum.