Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 50

Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 50
45 . 4. Tegunda-og stofnaprófanir til landgræðslu. a) Tilraunir með grastegundir. Tilraunir þessar hófust 1975 og hafa það að markmiði að bera saman hæfni ýmissa grastegunda og stofna til uppgræðslu í mismunandi hæð yfir sjávarmáli. í tilraununum eru um 1500 reitir með 300 stofnum af 30 tegundum. Áfangaskýrsla um niðurstöður tilraunanna kemur út 1978. Þó að tilraunirnar hafi aðeins staðið skamman tíma, hefur margt at- hyglisvert komið í ljós. Hargar tegundir hafa þegar dáið út og einnig margir stofnar af öðrum tegundum. í heild virðast um 20% af þeim stofnum, sem reyndir voru, vera álitlegir. Mikill munur kemur fram á hæfni einstakra tegunda og stofna eftir hæð yfir sjávarmáli. Þannig virðist Beringspuntur (Deschampsia beringensis) sem er ný tegund hár á landi, vera ein álitlegasta tegundin við Sigöldu, en vallarfoxgras er hins vegar gróskumesta tegundin á Skógasandi. b) Notkun belgjurta til uppgræðslu. Kostnaður vegna áburðarkaupa er einn mesti útgjaldaliðurinn við landgræðslu og aðra ræktun. Af þeim sökum hefur verið ráðizt í rannsóknarverkefni, sem miðar að þvx að finna heppilegar teg- undir plantna til uppgræðslu, sem geta þrifizt án áburðargjafar. Belgjurtir virðast vera álitlegar í þessu skyni, því að þær eru nokkurs konar lifandi áburðarverksmiðjur. Árið 1977 hófust rannsóknir á notagildi Alaskalúpínu til landbúnaðar og landgræðslu. Lúpínan var fyrst flutt til lands- ins 1945 og er nú komin víða um land. Hún er mjög harðger og nemur yfirleitt land á ógrónum melum og jafnvel sandi, þar sem annar gróður á erfitt með að ná fótfestu. Niðurstöður þeirra ófullkomnu rannsókna, sem gerðar voru 1977, voru að mörgu leyti mjög jákvæðar, en vekja þó margar spurningar. Af þeim sökum verður þessum rannsóknum haldið áfram enn frekar 1978 .

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.