Fjölrit RALA - 06.11.1978, Page 60
55 .
VARNIR VIÐ PLÖNTUSJÖKDÓHUM, ILLGRESI OG SKORDÝRUM.
Unniö var að rannsóknum á plöntusjúkdómum og vörnum við
þeim í landbúnaði, garðyrkju og skógrækt. Svarað var fyrir-
spurnum, er stofnuninni bárust um þessi efni, og gefnar leið-
beiningar. Unnið var að undirbúningi nýrra laga um plöntusjúk-
dómavarnir og nýrrar reglugerðar um innflutning á plöntum.
Fylgzt var með innflutningi plantna og skorið úr um vafatilfelli.
Haft var eftirlit með stofnrækt kartaflna í Eyjafirði (á vegum
Grænmetisverzlunar landbúnaðarins) og athuganir gerðar á sjúk-
dómum hjá kartöfluræktendum í Þykkvabæ. Hafnar voru tilraunir
með sótthreinsun kartöfluútsæðis, lífrænar varnir við spunamaur
í gúrkurækt o.fl. Serfræðingur stofnunarinnar í plöntusjúkdómum
og meindýrum á nú sæti í eiturefnanefnd og situr alla fundi hennar.
VISTFRÆÐIRANNSÖKNIR.
Vistfræðirannsóknir á viðfangsefnum, er snerta landbúnað,
hófust með landgræðsluáætluninni 1975. Árin 1976-1977 voru einkum
athuguð ýmis áhrif af völdum ræktunar, svo sem framræslu mýra
og víðtækrar áburðardreifingar á sanda og mela. Einnig var fylgzt
með því, hvaða áhrif ræktun kynni að hafa á vöxt og viðkomu skor-
dýra og fugla. Var einkum athugað, hve mikil afnot gæsir og
álftir hafa af ræktuðu landi, en einnig fylgzt með áhrifum áburðar
á grasmaðk.
Til búveðurrannsókna má telja athuganir þær, sem gerðar voru
á sprettu grastegunda eftir árferði og í mismunandi hæð, bæði á
Korpu og Hveravöllum.
MATVÆLI.
í byrjun árs 1977 hófust matvælarannsóknir á Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins. Veitti Kellogg-stofnunin í Bandaríkjunum fjár-
stuðning til þess að koma starfseminni í gang. Einn sárfræðingur