Fjölrit RALA - 06.11.1978, Síða 62
57 .
irnar. Af þessu tagi er samanburður á þremur aðferðum við upp-
skerumælingar, sem gerður var á Korpu sumarið 1977. Skýrt var
frá helztu niðurstöðum athugunarinnar í semínari um vélvæðingu
og hagræðingu í jarðræktartilraunum í Ultuna 7.-9. desember, og
mun erindið síðan verða gefið át í fjölrituðu hefti ásamt öðru
efni, sem þar var lagt fram.
Tilefni þessarar athugunar var, að tíðkazt hefur í ýmsum
rannsóknum á undanförnum árum, að uppskera væri mæld með klipp-
ingum á hringlaga reitum, 0.5 m eða smærri. Hefur þessi aðferð
jafnvel verið látin nægja sem uppskerumæling við slátt. Tilraun-
irnar sýndu, að klipping tveggja 2 m langra randa með rafmagns-
klippum, þar sem breiddin réðst af breidd klippnanna (10 cm) gaf
mjög sambærilegar niðurstöður og sláttur á 9-10 m reitum, eins
og tíðkazt hefur í tilraunum. Að líkindum er þó árangur af saman-
burði ólíkra aðferða við uppskerumælingar nokkuð háður aðstæðum
og því ekki unnt að segja til um, að hve miklu leyti klipping á
röndum getur komið í stað uppskerumælinga á sláttureitum. Hins
vegar reyndist klipping á 0.25 m reitum, sem voru afmarkaðir
með hringum, ekki alltaf gefa sambærilegar niðurstöður við hinar
aðferðirnar. Örðugt reyndist að klippa, þegar grasvöxtur var
orðinn mjög mikill.
Tölvunotkun.
Rannsóknastofnun landbúnaðarins hefur mjög notfært sér tölvur
við úrvinnslu á rannsóknaniðurstöðum, einkum tölvukost háskólans.
Lengst af hefur úrvinnsla úr sauðfjárrannsóknum verið umfangsmest.
Reyndar höfðu skýrslugerðarvélar verið notaðar við þær um skeið,
áður en IBM-1620-tölva háskólans var tekin í notkun síðla árs
1964. Það ár hófst einnig úrvinnsla x tölvu á niðurstöðum jarð-
ræktartilrauna á Hvanneyri, og frá 1968 hefur árlega verið unnið
í tölvu úr niðurstöðum frá tilraunastöðvum Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins í jarðrækt. Önnur verkefni hafa síðan bætzt við.
Þeirra umfangsmest er beitarverkefnið.