Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 39

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 39
-33- íslensku afbrigðin spíruðu mjög illa. Sáð var með sáðhjóli (1/3 fræ + 2/3 sagdgrjón). Áburður í tilraun: Græðir I (14-18-18) 1,5 tonn/ha Borax 20 kg/ha Þann 29/6 voru rófurnar vökvaðar með Lindasect. Sáðmagn og sáningaraðferðir á gulrófum, (433-76). Tilraun þessi hafði þann tilgang að athuga sáningaraðferðir og hve miklu af sagógrjónum ætti að blanda saman við. Notuð voru fræ af Kálfafellsrófum frá Hvammi (1974). Tilraunin mistókst vegna lélegrar spírunar fræs. Samanburður á Hálegg og Omd 8932, (1976). Afbrigðin voru ræktuð samhliða í tveimur röðum og voru u.þ.b. 20 plöntur í hvorri röð. Þann 15. október voru plönturnar metnar. Háleggur var með þétt allvelþroskuð höfuð 1-2 kg að þyngd en Omd 8932 var varla farið að mynda höfuð og ekkert söluhæft finnanlegt. Ræktun á hnúðkáli, (1976). Nokkrar plöntur voru ræktaðar í pottum inni í gróðurhúsi og plantað út jafnhliða öðru káli seint í maí. Þann 15. október voru plönturnar teknar upp. Þær voru jafnar og fallegar, þyngd þeirra frá 0,1 - 0,6 kg en flestar á bilinu 0,4 - 0,5 kg. Athugun á grænkálsafbrigði 08483, (1976). Þann 15. október var kálið metið. Það var lágvaxið, óx þétt og var velhrokkið og í góðu ásigkomulagi. Matlaukur, Kepalök Stamme II frá Noregi,(1975). Tilgangur tilraunarinnar var að athuga hvernig Kepalök Stamme II frá Noregi spjaraði sig og kanna áhrif myrkvunar. Helmingurinn naut fullrar daglengdar en hinn hlutinn 11-11 1/2 tíma daglengdar. Sáð var inni í gróðurhúsi hinn 7/5. Landið var úðað með Reglone + Trit'on þann 14/6 og svo gróðursett hinn 18/6. Uppskera Fjöldi Meðalþungi g lauka ómyrkvaðir 539 208 2,6 Myrkvaðir 508 199 2,6

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.