Fjölrit RALA - 20.01.1979, Síða 46

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Síða 46
-40- Hinn 27.6. 1977 var sáð til tilraunar með túnvingul. Áburður við sáningu var 471 kg/ha 17-17-17 (80 N). Áburði og fræi var handdreift. Reitastærð 8 x 2 m. Árið 1978 var borið 18.5. á 394-77. Áburðarmagn var 120 kg N/ha í Græði 7 (20-12-8+14). Borið var nokkru síðar á stofnatilraunirnar frá 1976 með dreifara svipað og árið áður. Ekki var laust við áburðarrendur að endilöngu. í öllum þessum tilraunum eru reitir mjóir. litlu eða engu breiðari en uppskerureitir. Því var á jöðrum tilraxonanna, samsíða reitunum sáð aukareitum, sem eru ætlaðir sem varðbelti til að taka við áföllum, sem jaðrar tilrauna verða oft fyrir. Farið er með þá eins og aðra reiti til- raunanna og niðurstöður þeirra teknar með, meðan þeir eru óskemmdir. Stigagjöf. Á tilraunatímanum hafa tilraunareitunum verið gefnar einkunnir fyrir ýmis atriði. Flestar einkunnir eru á skalanum 0-9, en nokkrar 0-3. Almennt er vió það miðað, aó hækkun um einn í stigagjöf feli í sér jafn- mikla aukningu hvar sem er á skalanum. Varast ber þó aó líta á stigin sem magntölur, enda er tilgangur þeirra fyrst og fremst samanburður liða, en einnig er þess vænst, að athuganir t.d. á illgresi eða þéttleika á einstök- um reitum snemma á tilraunatímanum geti varpað ljósi á eitthvað af þeim reitamun, sem síðar kemur fram og er vegna þess að reitirnir hafa farið misvel án þess að um stofnamun sé að ræða. Með því að gera athuganir á þakningu nógu oft er ætlunin að gera greinarmun t.d. á misheppnaðri sáningu og lélegri endingu. Fyrst er þeim eiginleikum lýst, sem athugaðir voru, en niðurstöður einkunnagjafarinnar birtast með uppskerutölum í töflum fyrir hverja tegund, en sumum þó sleppt. Aðrar athuganir og athugasemdir fylgja einnig töflunum. 27.9.'76. 8.6. '77. 8.6. Komið upp. Einkunnir fyrir hve vel var komið upp, 0 = ekki finnanlegt, 9 = engar eyður. Þessi einkunn sýnir fyrst og fremst árangur sáningar, sera tókst misvel og voru sums staðar eyður í sáðröðunum, t.d. í sáningunni á vallarsveifgrasi, en einnig koma til áhrif frægæða. Gróska í hávingli. Gróskumunur var einkum vegna landmunar fremur en stofnamunur. Niðurstöður ekki birtar. (hávingull) og 15.6. (sveifgras og ýmsar tegundir) 1977. Þakning; einkunnir 0-9.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.