Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 63

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 63
-57- Fræblanda 1975: 15 kg/ha Festuca rubra Dasas 15 kg/ha Poa pratensis Fylking 4 kg/ha Lolium perenne Sabalan Fræblanda 1976: 20 kg/ha Festuca rubra Dasas 30 kg/ha Festuca rubra ísl. stofn Niðurstöður athugana á skarnanum og kúamykjunni eru birtar í fjölriti Rala nr. 1, tafla 3.1,s. 21. Gróðurathuganir 1975: Sumarið 1975 var gerð gróðurgreining í 0,5 m* 1 2 3 hringjum. Voru teknar 4 merktar línur þvert yfir reiti 1-11 (línurnar eru 50, 100, 150 og 200 m frá endum reitanna) og voru greindir 2 hringir í hverjum reit á hverri línu samtals 8 hringir í hverjum reit. Greiningin var gerð skömmu eftir að borið var á og áður en áburðaráhrifin komu fram. Allar tegundir háplantna voru greindar og af mosum var ættkvíslin Racomitrium greind sár, en aðrir mosar allir sem heild og flétturnar sömu- leiðis. Hula tegunda var metin í prósentum o'g heildargróðurhula metin sár. Gróðurinn er mjög breytilegur, bæði hvað varðar gróðurhulu og tegunda- samsetningu. Yfirleitt voru fleiri en einn gróðurblettur (bestand) í hverjum 0,5 m2 hring, en þeir voru ekki greindir. Aftur á móti var svæðið flokkað gróft niður í 4 gróðurflokka og var reynt að teikna skilin milli þeirra inn á áðurnefndan uppdrátt af tilraunasvæðinu. Gróðurflokkarnir voru skilgreindir þannig: 1. Ber melur með stökum blómplöntum og smáum lyng- og grastoppum/ þúfum (Emp. nigr., Cal. vulg., Agr.stol., og Fe.ru.). Jarðvegur er óstöðugur, víða jarðvegsskrið. Gróðurhula 5-15%. 2. Mosi (aðallega Racomitrium sp.) og smárunnar (Cal.vulg., Emp.nigrum). Jarðvegur er stöðugur, gróðurhula 60-10,0%, hula grasa þó heldur minni en í nr. 1. 1+2. Samsetning á áðurnefndum flokkum, þannig að nr. 2 er í stórum þúfum og börðum. Þekur meirihluta svæðisins. Gróðurhula mjög breytileg. 3. Graslendi með mosa, allt frá því að líkjast nr. 2 yfir í hreint graslendi. Ríkjandi grastegundir Agr. stol., Desc. ca. , Fe.vi. og Fe.ru. Graslendi þekur tiltölulega lítinn hluta svæðisins og skiptins all ójafnt á milli reita.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.