Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 45

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Page 45
-39- eða sem eru tæplega nógu harðgerar og er kannaður möguleiki á kynbótum þeirra. í flestum tegundum eru einstakar plöntur metnar með tilliti til mikilvægra eiginleika, svo sem vaxtarþol og uppskeru. Á grundvelli þess- ara mælinga er valið úr. Úrvals línum og stofnum er fjölgað og ræktað til fræs, sem síðan er framræktað á Sámsstöðum og erlendis. All mikil vinna er í vióhaldi stofna sem þarf að umplanta’með jöfnu millibili. Eru nú í frærækt og viðhaldi 14 afbrigði af vallarsveifgrasi, 5 stofn- ar af túnvingli, 4 stofnar af vallarfoxgrasi auk ýmissa annarra tegunda sem eru í fjölgun. Þeir stofnar sem valdir hafa verið eru reyndir í samanburðartilraunum með bestu erlendu stofnum sömu tegunda til að meta gæði þeirra. Að Korpu eru gerðar víxlanir í byggi og fyrsti ættliður ræktaður í gróðurhúsi. Annar ættliður er síðan ræktaður að Sámsstöðum og úrval fram- kvæmt. 1 sambandi við kynbætur á grasi og korni er allmikil vinna við fræ- hreinsun og flokkun smárra sýna og er það starf einkum unnið á haustin og veturna að Korpu en þar er fullkomin vélasamstæða til slíkra starfa. 2. Grasstofnatilraunir sem sáð var til 1976 og 1977. Sáning og meóferð. Sáð var til þriggja tilrauna hinn 3. júní 1976 með 0yjord sáðvél. í hverri tilraun eru 4 endurtekningar. Áburður við sáningu var um 150 kg/ha af 20-14-14 og var áburðinum dreift með fræinu. Reitastærð 9,1 x 1,4 m. Tilraunirnar eru nr. 401-76 stofnar af vallarsveifgrasi, 414-76 stofnar af hávingli, 424-76 ýmsar tegundir og stofnar. Mikið illgresi var í landinu. Úðun gegn illgresi dróst fram í ágúst vegna örðugleika við útvegun á lyfi og rigninga. Úðað var með Mecoprop. Athugun á útbreiðslu illgresis var gerð 12.8. Úðunin virtist lítinn eða engan árangur hafa borið. Eina grastegundin sem var greinilega vel á veg komin var hávingull. Skurfa óx þétt og nokkuð jafnt um allt tilrauna- landið. Haugarfi og hjartaarfi voru hins vegar meira takmarkaðir við nokk- urn hluta tilraunalandsins. Einkurn var hávingulstilraunin illa farin vegna mikils haugarfa. Ekki bar mikið á illgresi árið eftir þar, sem grasið náði sér vel á strik. 8.6. 1977 var borið á með dreifara í stefnu reitanna, um 150 kg N/ha sem Græðir 2 (23-11-11). í hávingulstilrauninni báru 2 reitir merki þess að hafa orðið útundan með áburð.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.