Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 48

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 48
-42- á sama reit, en ekki mismun reita á sama klippingartíma. Hinn 27. september 1976 var mæld uppskera á 5 reitum af 4 stofnum af hávingli þar sem illgresi var ekki ríkjandi. Klipptar voru í hverjum reit tvær rendur 1.5 x 0.10 m. Notaðar voru rafmagnsklippur og breidd þeirra látin ráða breidd randarinnar. Tilgangur athugunarinnar var einkum að prófa, hvort unnt væri að beita þessari aðferð við uppskerumælingar. Reyndist það auðvelt. Stofn Þ.e., hkg/ha þ.e. ! Löken 6.2 26.6 Rossa 6.0 26.2 Boris 6.2 28.6 Winge Pajbjerg (2 reitir) 10.9 30.1 Meöalfrávik uppskerumælinga af sama stofni (ft. = 6 ) 1.22. Winge Pajbjerg sker sig á margan hátt úr, en ýmislegt bendir til, að þar hafi rýgresi verið sáð í staö hávinguls. Sumarið 1977 kom í ljós, að tilraunalandið var mjög misjafnt og að frjósemismunurinn skáskar allar blokkir. Framan í barði, sem liggur skáhallt gegnum allar blokkirnar, er mikil gróska, sem nær til 2-3 reita í hverri blokk. Norðaustan barðsins gengur landið yfir í harðan mel. Þetta tilrauna- land er einstaklega gott dæmi um það, sem varast ber við val á tilraunalandi, en verður oft ekki séð, nema það sé valið, áður en það er unnið. Uppskeru- tölurnar eins og þær birtast eru í rauninni mjög lítil-s virði. Verði talin þörf á að keza saman uppskeru stofnanna mætti t.d. styðjast við einkunnagjöf fyrir grósku frá 8.6.'77 sem sambreytistærð (covariate). Uppskerumælingu var með öllu sleppt á einum reit af Pétursey 1978 vegna áburðarvöntunar, en áburðarlausar rendur voru í fleiri reitum. Slegið var skömmu eftir seinni klippingartímann.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.