Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 52

Fjölrit RALA - 20.01.1979, Side 52
-46- Breytileiki milli uppskerumælinga fer vaxandi með tímanum og því er meðalfrávik eins og það, sem hér er gefið upp aftan við tegundaheiti, ekki nothæf til nákvæmrar viðmiðunar nema helst um miðbik tímans. Fleiri atriði valda því einnig, að venjuleg varíansgreining á ekki við. Tilraun nr 0_1^_ og_0^-440-77^_ Sáð var til tveggja tilrauna 1977. Annarrar skammt ofan húss á Korpu 27.6. (tilraun 01-440-77) og hinnar 30.6. á þriðja stykki norðaustan vegar, alllangt neðan neðsta þverskurðar, á landi þar sem kartöflur og kál voru næstu tvö ár á undan og arfi var töluverður við sáningu (tilraun 02-440-77). Ekki var valtað sáningarárLð. Fyrri tilraunin var völtuð 2. júní 1978, en þá var of blautt til að valta hina. Völtunin virtist draga úr sprettu. Áburður við sáningu var 80 kg N/ha og P og K miðað við áburðartegund- ina Græði 5 (17-17-17), en notaður var Kjarni, þrífosfat og klórsúrt kalí (60%). Tilraunirnar eru tvær, til að ekki þurfi að nota sömu reitina til sýna- töku tvö ár í röð. Hitt árið er uppskera mæld með slætti. Reitastærð við sáningu var 9 x 4 m. Reitum á að skipta í þrennt (3x4 m) árið sem klippt er, og bera á með hálfsmánaðar millibili. Sáðmagn var um 21 kg/ha, nema 25 kg/ha af beringspunti og íslensku sveifgrasi og 42 kg/ha af snarrót. íslenska sveifgrasið (f-liður) var blanda úr "röð 3-11" í 01-440-77 og blanda 03/06/08 í 02-440-77. íslenska vallarfoxgrasið í 01-440-77 er merkt 0501, en 0503 í 02-440-77. Um sama stofn mun þó að ræða. Illgresiseyðing fórst að mestu leyti fyrir 1977, nema tæplega helmingur 02-440-77 var úðaður um mitt sumar með Faneron. Meðaleinkunn fyrir arfa í úðaða hlutanum var 1.8 en 6.6 í hinum hlutanum 22.9 (skali 0-9). Þessi til- raun var svo úðuð öll 2.6. 1978 með 2.5 - 3 kg/ha af Faneron í 250 1/ha vatns. Sveifgrasstofnarnir komu nokkuð misjafnt upp (sjá einkunnir í töflu). Einkum kom lítið upp í f-lið. Snarrótin kom jafnt upp, en plöntur voru smáar um haustið (2-3 cm 22.9.). Sáning á beringspunti var nokkuð ójöfn, einkum í einum reit í 02-440-78. Einnig voru nokkrar eyður í vallarfoxgras— reitunum, einkum í c-lið. Reynt var að sá í helstu eyðurnar 17.-18. maí 1978, en óvíst er hvaða árangur það hefur borið.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.