Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 13

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 13
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVINDARSTAÐAHEIÐI Auðkúluheiði Eyvindarstaðaheiði Torfalækjarhreppur Blönduósbær Svínavatnshreppur Bólstaðarhlíðarhreppur Seyluhreppur Lýtingsstaðahreppur 3. mynd. Fjöldi ásetningsfjár og hrossa á árunum 1981-1993 í hreppunum sem eiga upprekstur á heiðarnar. Til samanburðar er einnig sýndur fjöldi gripa 1977 en þá var sauðfjáreign landsmanna einna mest. Upplýsingar um búfjárfjölda árin 1981-93 eru fengnar frá Búnaðarfélagi fslands en tölur fyrir árið 1977 byggjast á óprentuðum gögnum frá Ólafi R. Dýrmundssyni. uppgræðslan hófst (1981-93), en í hreppunum sem eiga upprekstur á Eyvindarstaðaheiði hefur fækkunin á þessu tímabili verið nokkru minni, eða um 39%. Á sama tíma og sauðfé fækkaði hefur hrossum fjölgað mikið (3. mynd). Fjölgun hrossa hefur þó ekki haft nein veruleg áhrif á uppgræðslu- svæðunum. Á Auðkúluheiði hefur hrossum hin síðari ár aðeins verið beitt utan uppgræðslusvæða nyrst á afréttinum (Sigurjón Lárusson, munnlegar upplýsingar) og á Eyvindarstaðaheiði hefur fjöldi hrossa í afrétti verið svipaður eða um 150 hross í allmörg ár (Erla Hafsteinsdóttir, munnlegar upplýsingar). Veðurfar Engar veðurfarsmælingar hafa verið gerðar á heiðunum en veðurgögn frá næstu veðurstöð, Hveravöllum, gefa nokkra hugmynd um lengd vaxtartíma og um breytileika á milli ára á þessum slóðum. Stöðin á Hveravöllum liggur í 641 m hæð yfir sjó eða, 40-170 m hærra en upp- græðslusvæðin, og er hún auk þess töluvert lengra inni í landi en þau. Sé miðað við kort Markúsar Á. Einarssonar og Öddu Báru Sigfúsdóttur yfir meðalhita og heildarúrkomu (Markús Á. Einarsson 1976) má reikna með að hiti sé töluvert hærri og úrkoma lægri á heiðunum en mælist á Hveravöllum. Hversu miklu munar er þó mjög erfitt að meta þar sem aðstæður á einstökum stöðum geta haft mikil áhrif á þessa veðurfarsþætti. Sumarið 1994 (júní-september) var óvenju þurrt á Hveravöllum og hefur þar ekki fallið minni úrkoma að sumri til þau ár sem liðin eru frá því að uppgræðsla hófst á heiðunum árið 1981. í heild var sumarið aftur á móti í meðallagi hlýtt (4. mynd). Vorið var frekar svalt og haustið sömuleiðis. Júlí og ágúst voru hins vegar óvenju hlýir og var meðalhiti þeirra 9,3 og 7,5°C. Frá því uppgræðslan hófst hefur t.d. aldrei mælst hlýrri ágústmánuður og aðeins einu sinni hefur meðal- hitinn verið hærri í júlí á þessu tímabili. 11

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.