Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 9
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVTNDARSTAÐAHEIÐI
Rannsóknasvæðin
Svœðislýsing
Rannsökuð voru fjögur svæði. Þrjú þeirra,
Helgufell, Lurkur og Sandá, eru á Auðkúluheiði
(1. mynd) en hið fjórða, Öfuguggavatnshæðir, á
Eyvindarstaðaheiði (2. mynd). Samkvæmt
mælingum sem Upplýsinga- og merkjafræðistofa
Háskóla íslands gerði sumarið 1991 (Kolbeinn
Árnason og Ásmundur Eiríksson 1992) var
flatarmál áborins lands á þessum stöðum um
3.700 ha sem er um 80% af heildarflatarmáli
uppgræðslusvæðanna allra.
Helgufell
Það svæði sem hér er kallað Helgufell saman-
stendur af tveimur samliggjandi svæðum sem í
fyrri skýrslum hafa verið kölluð svæði 2 og 9
(t.d. Ingvi Þorsteinsson 1991) en engin glögg skil
eru nú á milli þeirra. Flatarmál þess er um 700 ha
(Kolbeinn Árnason og Ásmundur Eiríksson
1992). Það er um 0,8-1 km breitt og tæpir 8 km
að lengd. Það liggur í vesturhlíðum Helgufells og
nær frá norðurmörkum fellsins suður á móts við
Hanskafell (1. mynd). Vesturmörk áborna lands-
ins eru í gömlum rofjaðri og hefur áburði sums
staðar verið dreift nokkuð inn á gróið land vestan
hans. Austurmörk þess ná víðast hvar töluvert
1. mynd. Staðsetning uppgræðslusvæðanna þriggja á
Auðkúluheiði sem rannsökuð voru. Rannsóknalínur á hverju
svæði eru merktar með númerum, í Helgufelli H1-H4, á Lurk
L1-L5 og við Sandá S1-S3.
2. mynd. Staðsetning uppgræðslusvæðisins á Öfug-
uggavatnshæðum á Eyvindarstaðaheiði. Rannsókna-
línur eru merktar með númerum, Ö1-Ö8.
7