Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 21
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG HYVINDARSTAÐAHEIÐI
A B
11. mynd. A Niðurstöður DCA-hnitunar fyrir reiti. Reitir af mismunandi landgerðum eru merktir sérstaklega. Opin tákn =
blásið land, fyllt tákn = óblásið land. Ef punktar liggja þétt saman á grafinu eru viðkomandi reitir mjög líkir gróðurfarslega en
sé langt á milli punkta er gróður reita mjög ólíkur. B Niðurstöður DCA-hnitunar fyrir umhverfisbreytur. Sýndar eru
þungamiðjur (centroid) fyrir landgerðir, staðsetningu í landslagi og beit. Þungamiðja er nokkurs konar meðalstaðsetning reita
í hverjum flokki. Örvar sýna samhengi jarðvegsþykktar, halla og gróðurs.
Megingerðir gróðurs og tegundasamsetning
Niðurstöður DCA-hnitunar fyrir reiti eru sýndar
á 11. mynd. Til skýringar skal á það minnt að
rannsóknareitir koma þar fram sem punktar í fleti
og eru reitir því ólíkari að tegundasamsetningu
sem lengra er á milli þeirra en líkir reitir liggja
aftur á móti þétt saman.
Ás 1 spannaði mestan breytileika allra ásanna
fjögurra sem forritið gefur, en „eigengildi" hans
var 0,6. „Eigengildi“ hinna ásanna þriggja var:
0,26 fyrir ás 2; 0,23 fyrir ás 3 og 0,18 fyrir ás 4.
Rétt er að benda á að „eigengildi“ er ávallt tala
milli 0 og 1; því hærra sem gildið er þeim mun
mikilvægari er viðkomandi ás í hnituninni.
Dreifing reita á grafinu er yfirleitt jöfn en þó
má sjá tvo vel afmarkaða hópa eftir ás 1, sem
jafnframt undirstrikar að um tvær megingerðir
gróðurs er að ræða. Annars vegar er gróður sem
er að finna á blásnu landi, þ.e. á melum, moldum,
grjóti og sandi, en reitir þessara landgerða eru
vinstra megin á myndinni. Hins vegar er gróður á
óblásnu landi en reitir þaðan raða sér hægra
megin.
Niðurstöður hnitunarinnar sýna að gróður
þessara landgerða skarast nokkuð. Allmargir
melareitir hafna hægra megin við miðju meðal
reita af óblásnu landi og sömuleiðis lenda
nokkrir reitir af óblásnu landi meðal reita af
blásnu landi á vinstri helmingi myndarinnar.
Melareitir eru breytilegastir að gróðurfari, sem
sést á því að þeir dreifast mest bæði eftir ás 1 og
ás 2. Einnig kemur fram að gróður á moldum,
grjóti og sandi er tiltölulega líkur innbyrðis og
svipar mjög til gróðurs mela.
Með því að skoða niðurstöður DCA-hnitunar
fyrir tegundir má sjá hvaða tegundir einkenna
þessa tvo meginflokka (12. mynd). Tegundir sem
eru t.d. algengar í reitum á blásnu landi eru
staðsettar vinstra megin á myndinni en þær sem
helst er að finna á óblásnum svæðum eru hægra
megin. Tegundir sem eru á miðri mynd hafa
annaðhvort sitt kjörsvið á milli meginhópanna
tveggja eða þær hafa mjög vítt kjörsvið og finnast
í mörgum eða flestum reitum.
Margar tegundir ráða skiptingu gróðurs í
meginhópana tvo. Algengar tegundir sem hafa
meginútbreiðslu á blásnu landi (12. mynd) eru
vallarsveifgras, melskriðnablóm, melanóra, tún-
súra, fjallasveifgras, blásveifgras og naflagras,
ásamt mosum af ættkvíslunum Ceratodon og
Bryum. Á óblásnu landi (12. mynd) eru það aftur
á móti háplönturnar krækilyng, grávíðir, grasvíðir,
holtasóley, brjóstagras, þursaskegg, bláberjalyng
og fjalldrapi, ásamt mosategununum Racomitri-
um ericoides, Drepanocladus uncinatus og Raco-
mitrium lanuginosum en þær eru allar hægra
megin á grafinu. Á ás 2 eru ekki skörp skil milli
gróðurgerða. Þær tegundir sem hafa megin-
19