Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 15
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVINDARSTAÐAHEIÐI
1. Óveruleg beit, þ.e. beitarummerki var ekki
að sjá í reitnum eða aðeins hafði verið bitið
af einum sprota eða plöntu.
2. Nokkur beit, bitið hafði verið af nokkrum
sprotum í reit, en lítið af gróðri fjarlægt
með beitinni.
3. Mikil beit, bitið af mörgum sprotum í
reitnum, verulegur hluti gróðurs fjarlægð-
ur.
Auk þeirra mælinga og athugana sem að ofan
greinir voru gerðar viðbótarmælingar í alls 75
reitum. Mælingarnar voru gerðar í fimmta
hverjum reit innan uppgræðslusvæðanna og um
helmingi reita sem lagðir voru út utan þeirra.
Gróður í reitunum var klipptur við jörð og
ársvexti safnað til mælinga á uppskeru. Þá voru
tekin fjögur jarðvegssýni úr efsta jarðvegslaginu
(0-10 cm) til mælinga á sýrustigi og kolefnis-
innihaldi. Sýnin voru tekin á kerfisbundin hátt,
eitt úr miðjum reit en hin þrjú 35 cm frá miðju
hans, en homrétt á þrjár hliðar reitins. Sýnunum
var síðan slegið saman í eitt heildarsýni (stærð
264 cm3). Af þessum reitum voru einnig teknar
ljósmyndir.
Ejhagreiningar á jarövegi og uppskerumœlingar
Jarðvegssýni voru þurrkuð við herbergishita og
síðan sigtuð gegnum sigti með 2 mm möskva-
stærð. Þá vom þau þurrkuð frekar í þurrkskáp við
um 50°C. Ákvörðun sýmstigs var gerð með sýru-
stigsmæli með glerelektróðu. Sýni vom bleytt
upp með eimuðu vatni (hlutfall 1:1). Jarðvegi og
vatni var blandað saman tvisvar á tveimur klst. og
sýmstig síðan mælt. Kolefni var mælt í kolefnis-
mælitæki (Leco carbon determinator CR 12,
Leco Corp., Michigan U.S.A.).
Uppskerusýni voru fyrst þurrkuð við
herbergishita og síðan við 80°C í tvo sólarhringa
og vegin.
Úrvinnsla gagna
Þekja einstakra tegunda og tegundahópa var
fundin fyrir hvem smáreit með því að nota
miðgildi þekjubils (4. tafla). Þar sem þekjuskalinn
sem notaður var við mælingarnar er þeim mun
ónákvæmari sem þekjan er meiri var heildarþekja
gróðurs í þekjuhæstu reitunum (gildi 4 og 5 á
skala) fundin með frádrætti á eftirfarandi hátt:
Heildarþekja = 100 - þekja ógróins yfirborðs.
Var þetta gert til að fá nákvæmari upplýsingar
um heildarþekju gróðurs.
Gróðurfar og samband gróðurs og umhverfis
Skyldleiki gróðurs í einstökum reitum var borinn
saman með hnitun (ordination). Notað var
forritið CANOCO (ter Braak 1987) sem gefur
möguleika á að kanna skyldleika gróðurs í reitum
og skoða samband umhverfisþátta og gróðurs.
Með aðferðinni fást gröf sem sýna hnit reita (eða
tegunda) sem punkta á fleti. Eftir því sem lengra
er á milli punkta í fletinum eru reitimir sem þeir
tákna ólíkari að tegundasamsetningu. Reitir sem
liggja þétt saman á grafinu eru aftur á móti líkir
gróðurfarslega. Samband gróðurs og umhverfis
er táknað með örvum sem ganga út frá miðju
grafsins. Stefna örvar sýnir að viðkomandi breyta
eykst að meðaltali í þá átt sem örin vísar, en lengd
hennar táknar hversu sterkt samband er milli
gróðurs og breytu. Séu örvar stuttar er t.d. lítil
samsvömn milli gróðurs og viðkomandi breytu
en langar örvar tákna að sambandið sé sterkara.
Stefni tvær örvar í svipaða átt er jákvætt samband
milli breytanna sem þær tákna en ef um
gagnstæða stefnu er að ræða er sambandið
neikvætt. Einnig er mögulegt með aðferðinni að
finna samband gróðurs og ólíkra flokkunar-
breyta.
Við hnitunina var valin DCA-aðferð
(Detrended Correspondence Analysis) (ter Braak
1987) byggð á þekju allra tegunda og tegunda-
hópa sem greindar voru í reitunum. Fyrir
hnitunina var þeim tegundum sem ekki voru
metnar til þekju gefin þekjan 0,3 sem er lægsta
þekjugildi sem gefið var. Vegna skekktrar
dreifingar var gildum fyrir halla lands ln-
umbreytt (ln-transformed). Við hnitunina voru
notuð sjálfgildi að öðru leyti en því að þekja var
ln-umbreytt og notuð var aðferð sem dregur úr
vægi sjaldgæfra tegunda (downweighting of rare
species).
Samband jarðvegsdýptar, halla lands og
gróðurs var kannað og einnig samband gróðurs
og eftirfarandi flokkunarbreyta: staðsetning í
landslagi (4 flokkar), landgerð (5 flokkar),
áburður (3 flokkar) og beit (3 flokkar).