Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 28

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 28
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON lega, einkum grasa. Af grastegundum á nýábomu landi höfðu týtulíngresi, vallarsveifgras og inn- lendur túnvingull hæstu beitartíðni en berings- puntur þá lægstu. Grasbítar höfðu yfirleitt sóst eftir sömu tegundum hvort sem borið hafði verið á landið eða ekki. Lokasjóðsbróðir var greinilega í miklu uppáhaldi hjá þeim, sérstaklega blómin sem yfirleitt höfðu verið bitin ofan af plöntunum. Af öðmm eftirsóttum tegundum má nefna geldinga- hnapp og grávíði. Tegundir sem ekkert voru bitnar þrátt fyrir að þær væru algengar í gróðri voru allmargar (19. mynd). Þeirra algengastar voru lambagras, músareyra, grasvíðir og kræki- lyng. Umræða Markmið uppgræðsluaðgerða Þegar meta skal árangur uppgræðsluaðgerða er nauðsynlegt að huga að þeim markmiðum sem ætlað er að ná. í samningi þeim sem bændur og virkjunaraðilar gerðu með sér vegna virkjunar Blöndu er rætt um þrenns konar aðgerðir, þ.e. uppgræðslu örfoka lands, gróðurbætur og að- hlynningu gróðurs. Tekið er fram í samningnum að þetta skuli gert með áburðargjöf og sáningu og skuli gróðurinn sem komið er af stað vera sambærilegur að beitargildi og varanleik við þann gróður sem glataðist við virkjunarframkvæmd- irnar. Einnig er kveðið á um að gróðrinum skuli haldið við með áburðargjöf. Uppgræðsla á örfoka landi felur væntanlega í sér að tekin eru fyrir ógróin svæði og þau klædd a.m.k. einhverjum gróðri. Ekki er skilgreint hvers konar gróðurlendi ætlað er að mynda. Út frá ákvæðinu um varanleik gróðurs er þó eðlilegt að gera ráð fyrir að með uppgæðsluaðgerðum skuli þó stefnt að því að mynda álíka varanleg gróður- lendi og þau sem hurfu. Hins vegar orkar þetta mjög tvímælis þegar á það er litið að í samningnum er tekið fram að gróðrinum skuli viðhaldið með áburðargjöf. Erfitt er að sjá hvemig það getur farið saman að gróður sé álíka varanlegur og sá sem glataðist en samt þurfi að viðhalda honum með áburði. Ekki er fullkomlega ljóst hvað felst í hug- tökunum gróðurbætur og aðhlynning gróðurs og hvort einhver munur er á þeim en væntanlega er hér átt við áburðargjöf og/eða sáningu fræs á rýrt land sem er sæmilega gróið eða algróið. Við mat á árangri er einnig mikilvægt að hafa í huga helstu þætti sem móta gróðurskilyrði og hafa áhrif á gróðurframvindu (20. mynd). Á örfoka landi á heiðunum má reikna með að gróðurframvinda ráðist t.d. að nokkru leyti af ástandi og eiginleikum jarðvegs, en fram hefur komið að jarðvegsskilyrði, einkum raki og næringarástand, ráða miklu um landnám plantna og framvindu á gróðurlausum eða gróðurlitlum svæðum (t.d. Johnson og Bradshaw 1979). Veðurfar er sömuleiðis mjög mikilvægt þar sem það setur gróðri ákveðin mörk. Á rofsvæðum getur áfok einnig haft veruleg áhrif á gróður- framvindu (Sigurður H. Magnússon 1994). Þessir þrír þættir mynda grunn að framvindunni og þeim er ekki auðvelt að stjóma. Aðrir mikilvægir þættir eru búfjárbeit, áburðargjöf og notkun sáðtegunda en öllum þessum þáttum er það sameiginlegt að þeim er hægt að stjóma. Veðurfar Áfok 20. mynd. Helstu þættir sem móta gróðurframvindu á uppgræðslusvæðunum. 26

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.