Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 26

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 26
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON 17. mynd. Tíðni (%) þeirra tegunda sem sáð hefur verið á uppgræðslusvæðunum. Myndin sýnir hversu algengar tegundirnar eru, þ.e. í hve stórum hluta rannsóknareita þær fundust. Eingöngu er miðað við þá reiti sem liggja innan uppgræðslusvæða. He = Helgufell, Lu = Lurkur, Sa = Sandá, Öf = Öfuguggavatnshæðir. S = tegund hefur verið sáð á svæðið. Tölur innan sviga sýna fjölda reita á hverju svæði. Beit og plöntuval Við athuganir á beit og plöntuvali var ekki hægt að greina á milli gæsabeitar og beitar sauðfjár. Þegar rannsóknirnar fóru fram á heiðunum í lok ágúst var sauðfé á öllum uppgræðslusvæðunum en einnig var mikið um gæs. Ummerki eftir gæsimar voru víða mikil, skítur og traðk, og greinilegt að beit þeirra var veruleg, einkum í áburðarrákum. Mest bar á gæs á Lurk, sérstak- lega á nýjustu uppgræðslunum við Blöndu, en gæsir höfðu greinilega víða leitað fanga því ummerki eftir þær fundust einnig uppi á hæstu hólum. Beit var mjög mismikil eftir því hversu langt var liðið frá því borið var á (18. mynd). Lítill munur var á óábornu landi og því sem borið hafði verið á fyrir einu eða fleiri árum. Á þessum stöðum var beit óveruleg í tveimur þriðju rannsóknarreita og enginn reitur flokkaðist þar sem mikið bitin. Beit var hins vegar mun meiri þar sem borið hafði verið á samsumars. Þar fundust beitarummerki í flestum reitum og margir flokkuðust sem mikið bitnir. Beit var þó mjög misjöfn eftir svæðum og var hún minni á Lurk en á hinum svæðunum þremur. Á nýábornu landi (áborið 1994) voru t.d. mikil beitar- ummerki í 20% reita á Lurk en í um 60% reita á Öfuguggavatnshæðum, en á því svæði var beit einna mest. Athuganir á plöntuvali sýndu að tegundir voru misjafnlega eftirsóttar (19. mynd). Sumar höfðu háa beitartíðni en aðrar fundust hvergi bitnar. Beitartíðnin var einnig háð áburðargjöf. Þar sem ekkert hafði verið borið á voru fremur fáar tegundir bitnar en sumar þeirra höfðu þó háa beitartíðni, eins og t.d. lokasjóðsbróðir, grávíðir, stinnastör og loðvíðir. Á stöðum þar sem borið hafði verið á ári fyrir mælingu (1993) eða fyrr fundust fleiri tegundir með beitarummerkjum en beitartíðni þeirra var samt íflestum tilfellum lág. Áburðargjöf samsumars hafði mikil áhrif á beit. Bitnum tegundum fjölgaði þó ekki mikið en beitartíðni eftirsóttustu tegunda hækkaði veru I I Engin beit F1 Nokkur beit | Mikil beit 18. mynd. Skipting reita (%) eftir beitar- ummerkjum. Fjöldi reita sem rannsakaðir voru á hverju svæði er sýndur innan sviga. He = Helgu- fell, Lu = Lurkur, Sa = Sandá, Öf = Öfugugga- vatnshæðir. Reitum á línum 7 og 8 á Öfugugga- vatnshæðum var sleppt vegna þess að þær liggja um friðað land. Óáborið Áborið 1993 eða fyrr Áborið 1994 24

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.