Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 34
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON
Eins og fram hefur komið hér á undan
hefur stór hluti áboma landsins á heið-
unum verið gróið land. Ef markmið
uppgræðslu er að skapa stöðug gróðursam-
félög er ljóst að það verður ekki gert með
því að bera á gróið land í stórum stíl.
Algróið land sem hefur þróast í aldir er
væntanlega í sæmilegu jafnvægi við
ríkjandi aðstæður og verður þar varla um
bætt með mikilli áburðargjöf sem ger-
breytir gróðurfari þess. Innan uppgræðslu-
svæðisins á Lurk em t.d stór, algróin svæði
sem ekki er ráðlegt að bera á. Hins vegar
kemur vel til greina að bera lítið magn
áburðar á land þar sem rofskellur eru
algengar og græða þær upp. Athuganir
sumarið 1994 sýndu að þetta hefur t.d.
gerst sums staðar á Lurk.
Þegar og ef valin verða ný svæði til upp-
græðslu er mikilvægt að huga að gróðurskilyrð-
um á þeim stöðum sem græða skal upp. Með því
móti er hægt að koma í veg fyrir framkvæmdir
sem fyrirsjáanlega munu skila litlum árangri.
Varast ber t.d. að bera á svæði sem liggja
tiltölulega hátt yfir sjó eða þar sem gróðurskilyrði
eru af öðrum orsökum erfið frá náttúrunnar
hendi.
Aðferðir við uppgræðslu
Á heiðunum hefur áburðardreifing og sáning
grastegunda verið sú aðferð sem notuð hefur
verið við uppgræðsluna. Ekki em í sjónmáli aðrar
mikilvirkar aðferðir sem komið geta í hennar
stað. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á
heiðunum hafa sýnt að uppskera er einna mest
þegar tiltölulega mikið er borið á, eða allt að 400
kg á ha (Ingvi Þorsteinsson 1991) og í samræmi
við það var áburðarmagn fyrstu ár uppgræðslu-
nnar yfirleitt á bilinu 300-400 kg/ha. Hin síðari ár
hefur áburðarskammtur verið minnkaður mikið
og er nú um 200 kg/ha af „Græði 9“ á eldri
uppgræðslur. Þetta samsvarar um 50 kg af hreinu
N á hektara og þá miðað við það yfirborð sem
áburður fellur á.
Eins og bent hefur verið á hér að framan er
líklegt að mikil og stopul áburðargjöf (annað eða
þriðja hvert ár) sé óæskileg þegar tillit er tekið til
stöðugleika gróðurs og jarðvegslífs. Einnig er
ljóst að þær aðgerðir sem notaðar hafa verið við
uppgræðslu á heiðunum hafa ekki orðið til þess
að gróður örfoka lands sem tekið var til
uppgræðslu sé mikið farinn að líkjast þeim gróðri
sem nú er að finna á gamalgrónu þurrlendi
heiðanna og litlar líkur á að það verði í bráð með
núverandi fyrirkomulagi.
í ljósi þessa er ráðlegt að draga verulega úr
áburðargjöf á eldri uppgræðslur en bera heldur á
stærri svæði en gert hefur verið. Beitarálag mun
þá væntanlega verða jafnara og minna sem mun
draga úr sveiflum í vistkerfinu. Verði dregið úr
áburðargjöf á eldri uppgræðslur, þar sem
myndast hefur veruleg grasþekja, má ætla að
ýmsar tegundir sem vaxa á grónu landi heiðanna,
eins og grávíðir, krækilyng og fjalldrapi, geti
numið land í uppgræðslunum í ríkari mæli. Ekki
er ráðlegt að hætta áburðargjöf algerlega því þá er
hugsanlegt að gróðurþekja rofni að nýju, auk
þess sem uppskera verður mjög lítil.
Þakkarorð
Rannsókn þessi var unnin fyrir Landsvirkjun. Við
gróðurmælingar vann auk höfunda Halldór
Stefánsson starfsmaður Landsvirkjunar. Guð-
mundur Guðjónsson og Sigrún Jónsdóttir mældu
flatarmál gróðurlenda á gróðurkortum og
teiknuðu þrjár myndanna. Magnús E. Sigurðsson
aðstoðaði við uppsetningu á skýrslu. Lands-
virkjun veitti fæði og húsaskjól meðan á útivinnu
stóð. Erla Hafsteinsdóttir, Haukur Pálsson, Ólafur
R. Dýrmundsson, Stefán H. Sigfússon, Sveinn
Runólfsson, Þór Þorbergsson og ýmsir fleiri gáfu
fjölmargar upplýsingar sem nýttust við gerð
skýrslunnar. Höfundar færa öllum þessum aðil-
um bestu þakkir.
32