Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 6

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 6
10. í skýrslunni er fjallað um markmið og aðferðir við uppgræðslu á heiðunum. Varað er við áburðargjöf á gróið land, en hún gerbreytir gróðurfari. Ráðlegra er talið að bera á rofjaðra og blásið land í nágrenni þeirra. Mikil og stopul áburðargjöf á uppgræðslur er talin óráðleg þar sem hún getur valdið miklum sveiflum og álagi á vistkerfið, einkum vegna þess að næringarástand jarðvegs og beitarálag sveiflast þá mikið frá einu ári til annars. Bent er á að ef dregið er úr áburðargjöf en áburði dreift víðar og jafnar megi búast við að beitarálag minnki og gróður þróist þá frekar í átt til þess gróðurfars sem nú er að finna á gamalgrónum svæðum á heiðunum. Ekki er talið ráðlegt að hætta áburðargjöf á eldri uppgræðslur að svo stöddu þar sem þá er hætta á að gróðurþekja rofni og uppskera minnki verulega. 4

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.