Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 25

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 25
[tpdop /cnsi a Á at Tnvni 11- oo Fvvr>jr>arsTAÐAHFTÐI Ás 1 16. mynd. Niðurstöður DCA-hnitunar fyrir reiti. Reitahnit eru sýnd fyrir hvert svæði sérstaklega. Hringir hafa verið dregnir um reiti af óblásnu landi (sama grunnmynd og sýnd er á 11. mynd). landi (16. mynd). Reitir úr Helgufelli og af Lurk liggja lengra til vinstri og eru líkari þeim gróðri sem er að finna á blásnu landi. Sáðtegundir Þær tegundir sem sáð hefur verið á uppgræðslu- svæðin komu allar fyrir í reitunum. Þær voru þó mjög misjafnlega algengar (17. mynd). Berings- punti hefur aðeins verið sáð á uppgræðslusvæðið á Lurk og fannst hann þar í meira en 20% reita. Snarrót hefur einnig verið sáð á Lurk en hennar var þó ekki vart í reitum. Leik-túnvingull var nokkuð algengur en honum hefur verið sáð á öll svæðin nema við Sandá. Algengastur var hann á Öfugugga- vatnshæðum þar sem hann fannst í 39% reita en sjaldgæfastur við Sandá en þar kom hann fyrir í tveimur reitum af 14 þótt honum hafi ekki verið sáð þar. Vallarsveifgras var algengt á öllum svæðum, einkum í Helgufelli og við Sandá, en tegundinni hefur eingöngu verið sáð þar. Rétt er að benda á að við gróðurgreiningar var ekki gerður greinarmunur á sáðstofnum þessarar tegundar og innlendu vallarsveifgrasi. Sáðtegundirnar voru mjög misjafnlega öflugir landnemar á uppgræðslusvæðunum og greinilegt var að þær hafa mjög ólíka hæfileika til landnáms á hinum ýmsu landgerðum. Vallarsveifgras var mjög algengt á melum (12. mynd). Leik- túnvingull var nokkuð algengur landnemi á melum en hafði einnig numið land á moldum og á óblásnu landi. Beringspuntur var ekki mjög öflugur landnemi á melum þótt hann kæmi fyrir í allmörgum melareitum. Hann var einkum að finna á óblásnu landi þar sem hann gat greinilega numið land bæði í rofdflum og í nánast lokuðum sverði. 23

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.