Fjölrit RALA - 20.03.1995, Blaðsíða 31
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVIND ARST AÐAHEDDI
Á óblásnum svæðum hafði áburður töluverð
áhrif á gróður en þau voru ekki eins mikil og á
blásnu landi (13. mynd). Einnig kom fram að
áburður hafði mismunandi áhrif á gróður
blásinna og óblásinna svæða. Á báðum þessum
landgerðum dró úr vægi sumra tegunda meðan
aðrar jukust mikið en ekki var í öllum tilfellum
um sömu tegundir að ræða. Athygli vekur að
tíðni klóelftingar jókst t.d. mjög mikið við
áburðargjöf á örfoka land en verulega dró úr
tíðni hennar á óblásnu landi (14. og 15. mynd).
Líklegt er að ástæða þessara viðbragða megi að
miklu leyti rekja til breyttra samkeppnisaðstöðu.
Á ábornum melum og öðrum bersvæðum er
sennilega lítil samkeppni milli tegunda fyrstu árin
meðan landið er ekki fullgróið sem veldur því að
upprunalegu melategundimar og nýir landnemar
geta þrifist saman. Á gamalgrónu landi er sam-
keppni sennilega mun meiri og áburðargjöf
raskar fljótt því jafnvægi sem ríkt hefur milli
tegunda. Þótt áburður hafi hingað til haft nokkuð
misjöfn áhrif á gróður eftir því hvort borið er á
örfoka land eða gamalgróin svæði er líklegt að
við langvarandi og mikla áburðargjöf verði
gróður einsleitur á þessum landgerðum þar sem
tegundir sem nýta sér áburðinn best eins og grös
verða ríkjandi á kostnað annarra tegunda (t.d.
Andrés Amalds o.fl. 1980, Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir 1991).
Fram hefur komið að á örfoka og rýru landi
er eftirverkun áburðar takmörkuð og þau gróður-
Iendi sem myndast breytast fljótt þegar
áburðargjöf er hætt (Elín Gunnlaugsdóttir 1985).
Ekki er fullljóst hver em áhrif áburðargjafar á
gróið land á hálendi þegar til lengri tíma er litið
eða hve langvarandi áburðaráhrifin eru. Reynsla
bænda og annarra hefur sýnt að miklar breyting-
ar verða á góðri þegar hætt er að bera á tún eða
beitilönd. Þó má reikna með að áhrif áburðar-
gjafar vari mun lengur á óblásnum svæðum því
þar er jarðvegur mun frjósamari en t.d. á blásnum
melum.
Gróðurþekja
Á ábomu, örfoka landi var heildargróðurþekja
misjöfn eftir svæðum. Ekki er auðvelt að bera
þessar niðurstöður saman við fyrri mælingar þar
sem í fyrri skýrslum kemur ekki alltaf fram hvar
á svæðunum mælingar hafa verið gerðar (t.d.
Ingvi Þorsteinsson 1991) og ekki er gerður
greinarmunur á hvort um er að ræða blásið eða
óblásið land sem getur skipt verulegu máli. Árið
1987 voru gerðar þekjumælingar á allmörgum
svæðum utan hinna eiginlegu tilraunasvæða
(Ingvi Þorsteinsson 1991). Þar kemur fram að
heildarþekja á Helgufellssvæðunum tveimur (2
og 9) er á bilinu 55-65%, sem er nokkru hærra
en fékkst sumarið 1994 á blásnu, ábornu landi
(52%). Á eldra svæðinu á Öfuguggavatnshæðum
(svæði 11) var þekja árið 1987 80-90% en á
yngri hluta svæðisins (svæði lla) 55-65%. Þekja
á blásnu, ábornu landi á báðum þessum svæðum
mældist nú að meðaltali 69%. Við Sandá var
heildarþekja árið 1987 tæplega 80% en mældist
nú mjög svipuð, eða 79% að meðaltali. Út frá
þessum tölum er ekki hægt að draga miklar
ályktanir um þróun gróðurþekju, en niðurstöður
mælinganna 1994 benda ekki til að mikil
aukning hafi orðið á heildarþekju frá árinu 1987.
Allmörgum grastegundum hefur verið sáð á
uppgræðslusvæðin. Þótt ekki hafi verið greint á
milli sáðstofna af vallarsveifgrasi og íslenska
stofnsins sem vex á heiðunum er líklegt að það
vallarsveifgras sem fannst á ábornum melum sé
sáðgresi að uppruna. Rétt er að benda á að
vallarsveifgras er alls ekki dæmigerð melaplanta á
íslandi (Hörður Krisitnsson 1986) og telja verður
víst að landnám tegundarinnar á melum hafi
orðið fyrir áhrif áburðar, því vallarsveifgras er
yfirleitt bundið við frekar frjósaman jarðveg (t.d.
Hörður Kristinsson 1986). Athyglisvert er að
sáning snarrótar hefur ekki borið árangur (17.
mynd). Þetta er sérstaklega eftirtektarvert í ljósi
þess að snarrótin hefur reynst vel í uppgræðslu-
tilraunum á heiðunum (Áslaug Helgadóttir
1991). Vera má að fræið sem notað var hafi verið
lélegt en einnig er hugsanlegt að spírunarskilyrði
hafi verið sérstaklega óhentug sem þó verður að
telja mjög ólíklegt. Snarrótarfræ spírar fremur
hægt og plöntur verða ekki áberandi fyrr en á
öðru eða þriðja ári (Áslaug Helgadóttir, munn-
legar upplýsingar). Þótt margar sáðtegundanna
væru nokkuð öflugir landnemar á uppgræðslu-
svæðunum stóðu þær allar íslenska túnvinglinum
langt að baki í þekju en hann var langsamlega
öflugasta tegundin á öllum uppgræðslusvæðun-
um. Rétt er að benda á að íslenska túnvinglinum
var ekki sáð nema við Sandá og á hluta af svæð-
inu við Helgufell (1. tafla). Reikna má með að
megnið af þeim túnvingli sem fannst á upp-
29