Fjölrit RALA - 15.04.1995, Page 39

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Page 39
MEINDÝR í GRASRÆKT (134-9913) Athuganir á mítlum í túnum. 29 Kal o. fl. 1994 Þann 24/5 hófst söfnun á mítlasýnum á hæðardragi sunnarlega á Miðmýri (á sömu slóðum og stöð 2 var sumarið 1993). Á túnið hafði verið borin mykja 26. október og aftur 2. desember 1993, og var mykjan greinileg um vorið. Borið var á tilraunina 24/5. Gróður var nokkuð þyrrkingslegur með 20% vallarfoxgrasi og 80% vallarsveifgrasi (Holt). Nokkuð var um kalskellur á svæðinu og sáust mítlar umhverfis kalskellumar þegar upp úr 20. maí. Svo sem áður í mítlatilraunum, þá reyndist tilraunalandið fremur ójafnt og mítlarnir dreifðu sér ójafnt á svæðið. Var skipulögð sláttutímatilraun með þremur sláttutímum (29/6, 11/7 og 25/7, endurvöxtur 8/8) og þremur endurtekningum, þar sem kanna átti áhrif úðunar. Reitastærð var 2 x 10 m. Mítlasýnum var safnað á 3-4 daga fresti allt frá vori og fram á haust. Að kvöldi 16. júní voru mítlar áberandi og var þá annar hver reitur úðaður með Permasect (10 ml/10 1). Var þá logn og mítlar uppi alls staðar. Aðeins dropaði skömmu eftir úðunina. Þann 16. júní var gert mat á kali og mítlaskemmdum og mítlaskemmdir voru einnig metnar við fyrri slátt. Kal % 16/6 Skemmdir % 16/6 Skemmdir (0-10) við 1. . slátt Sláttutími 29/6 11/7 25/7 Mt. 29/6 11/7 25/7 Mt. 29/6 11/7 25/7 Mt. Úðað 11 9 8 9,3 10 13 10 11,1 1,3 2,3 1,5 1,72 Ekki úðað 6 11 8 8,6 7 13 12 10,6 2,3 3,2 4,8 3,44 Meðaltal 8 10 8 8 13 11 1,8 2,7 3,2 Staðalsk. mismunarins Úðun 3,85 3,42 1,27 Sláttutími 3,78 3,23 1,01 Uppskera þe. hkg/ha Sláttutími 29/6 1. sláttur 11/7 25/7 29/6 2. sláttur 11/7 25/7 29/6 Alls 11/7 25/7 Úðað 25,4 36,6 43,4 8,8 5,4 2,0 34,4 42,0 45,5 Ekki úðað 27,0 32,7 38,9 9,4 6,9 1,5 36,4 39,6 40,4 Meðaltal 26,2 34,6 41,1 9,1 6,9 1,5 35,3 40,8 42,9 Staðalskekka mismunarins Úðun Sláttutími 2,29 2,67 0,80 2,42 2,28 3,17 Við annan sláttutíma (11/7) var áberandi á reitum sem slegnir höfðu verið 29/6 að blaðendar á endurvextinum voru visnir þar sem ekki hafði verið úðað en slík einkenni sáust ekki á úðuðum reitum. Einnig virtist meira vallarfoxgras þar sem úðað hafði verið.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.