Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 71

Fjölrit RALA - 15.04.1995, Side 71
61 Veðurfar og vöxtur 1994 VAXTARATHUGUN Á KARTÖFLUM (132-1169) Tilraun nr. 4601-94. Fylgst hefur verið með þroskaferli kartöflustofna allt frá árinu 1967 á tilraunastöðinni að Korpu. Flest árin hefur útsæðið verið sett niður í garðlandið, sem er molarborinn melur, í fjórðu viku maímánaðar þegar hiti í 10 sm jarðvegsdýpt hefur náð um 6°C. Lengst af hafa kartöflur af Helgu-stofni verið í tilrauninni. Hver stofn er settur niður í 24 reiti, sem mynda tvær endurtekningar. Átta útsæðiskartöflur (35 g) em í tveimur röðum í hverjum reit, þannig að 30 sm bil er á milli plantna og 60 sm milli raða. Borinn hefur verið á garðáburður sem samsvarar 2,7 tonnum á hektara og oftast hefur illgresiseyði verið úðað á reiti áður en kartöflugrös koma í ljós. Yfir sumarið er hæð kartöflugrasa mæld vikulega og uppskera grasa og kartaflna vegin og þurrefni ákvarðað. Niðurstöður mælinga á Helgu-stofni sumarið 1994 em sýndar í eftirfarandi töflu. Meðalþungi Meðalþungi Meðalhæð á á grasi, undan grasi, Þurrefni. grasi í sm ferskvigt, g ferskvigt, g % 4/7 19,8 72,9 0,4 12,5 11/7 30,4 137,0 4,2 15,9 18/7 43,4 241,8 34,1 16,8 25/7 51,3 285,8 113,4 17,6 1/8 51,8 338,3 190,0 17,2 8/8 53,7 439,6 312,0 17,6 15/8 55,1 377,5 444,1 18,0 22/8 57,8 418,5 547,4 17,4 29/8 53,1 335,6 631,0 18,8 5/9 50,4 266,5 682,3 19,3 12/9 Grös nær alveg fallin 717,4 20,1 19/9 Grös fallin 742,0 19,5 Útsæði sett niður 23. maí á svæði nr. 10 í Korpulandi. Borið á 26. maí 2700 kg/ha af Blákom áburði (12N -5P-14K-7,7S-l,2Mg-2,6Ca-0,05B). Illgresiseyði (Afalon, 2,0 kg/ha) úðað 7. júní. Samreitir em 2.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.