Fjölrit RALA - 15.05.1996, Side 7

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Side 7
5 I. INNGANGUR Haustið 1991 hófust rannsóknir með íslenska nautkálfa og blendinga undan íslenskum kúm og Galloway-nautum á tilraunastöð Rala á Möðruvöllum, sláturhúsi KEA á Akureyri og fæðudeild Rala á Keldnaholti. Markmiðið var að bera saman át, vöxt, fóðurnýtingu, fóður- kostnað og kjöteiginleika nautanna og einnig að kanna hvaða áhrif sláturþungi og fóðurstyrkur hefðu á fyrrgreinda þætti. Gunnar Ríkharðsson, Tilraunastöð RALA á Stóra Ármóti, Ólafur Guðmundsson á fóðurdeild RALA og Guðjón Þorkelsson á fæðudeild RALA sáu um skipu- lagningu tilraunarinnar en Þóroddur Sveinsson, Tilraunastöð RALA á Möðruvöllum bar ábyrgð á daglegri framkvæmd hennar og gagnasöfnun. Gunnar sá um úrvinnslu og túlkun gagna er varða fóðrun og vöxt gripa en Guðjón sá um uppgjör á þáttum er tengjast kjötrannsóknum. Rannsóknum lauk haustið 1993 en verkefnið var kostað af Landssambandi kúabænda og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Vegna þess að mjög lítið er til af íslenskum rannsókna- niðurstöðum um flesta þætti er varða nauta- kjötsframleiðslu er reynt í þessu hefti að lýsa niðurstöðum nokkuð ítarlega bæði í töflum og með myndum. II. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR 1. SKIPULAG TILRAUNAR OG GRIPIR í tilraunina voru notaðir 36 nautkálfar af tveimur „stofnum“, 18 íslenskirog 18 Galloway-blend- ingar undan íslenskum kúm og Galloway-naut- um. Kálfarnir voru keyptir af bændum í Eyjafirði, S-Þingeyjarsýslu, A-Húnavatnssýslu og Skaga- firði haustið 1991. Meðalaldur blendinganna við komu að Möðruvöllum var 14 dagar (3-44 dag- ar) og voru þeir þá að jafnaði 40 kg (32-51 kg). Meðalaldur íslensku kálfanna var 8 dagar (3-14 daga) og vógu þeir að jafnaði 35 kg (29—47 kg). Kálfarnir voru allir fóðraðir eins að u.þ.b. fjögurrra mánuða aldri (108 kg þunga) og er það tímabil kallað undirbúningstímabil, en að þeim tíma liðnum var þeim skipt í 3 fóðurflokka (0, 15 og 30% kjarnfóður) og 3 þungaflokka (350, 400 og 450 kg) og hófst þá hið eiginlega tilraunatímabil. Fóðurflokkarnir vísa til þess að stefnt var að því að kjarnfóður væri 0, 15 eða 30% af heildarfóðri nautanna á hverjum tíma. Af hvorum nautastofni voru því 6 naut í hverjum fóðurflokk og af þeim var 2 nautum slátrað við hvern þunga (350, 400, 450 kg). Hugmyndin var að velja nautin í tilraunina þannig að þau gæfu sem bestan þverskurð af við- komandi „stofni“, m.a. með því að hafa sem flesta nautsfeður. Þetta reyndist tiltölulega aðvelt með íslensku kálfana og urðu feðurnir þar 14 og þar af átti eitt naut 3 syni og tvö naut áttu 2 syni hvort. Mun erfiðara reyndist að fá blending- ana og einnig kom í ljós að mjög fá naut höfðu verið í notkun og urðu feðurnir því aðeins þrír. Af 18 blendingum í tilrauninni voru 9 undan Þy t, 5 undan Kokk og 4 undan Kjamma. Réttast er því að segja að þessi tilraun eigi við þau Gallo- way-naut sem bændum stóð til boða að nota á þessum tíma. Hins vegar má einnig velta því fyrir sér hvort mæðrahópurinn sé hugsanlega valinn, þ.e. að Galloway-naut séu frekar notuð á stórar og þroskamiklar kýr en það kæmi afkvæmunum hugsanlega til góða í meiri vaxtarhraða. Nán- ari lýsing á ætterni nautanna í tilrauninni er í 1. töflu. 2. VIGTANIR OG MÆLINGAR Á GRIPUM Kálfarnir voru vigtaðir við komuna að Möðru- völlum og síðan á tveggja vikna fresti fram að sláturdegi og er hvert slíkt tímabil kallað vigtar- eða fóðrunartímabil. Brjóstmál voru tekin á vigt-

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.