Fjölrit RALA - 15.05.1996, Page 31

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Page 31
29 raunhæft hærra hjá blendingunum en íslensku kálfunum (49,9 vs 48,2%) svo failþunginn er meiri hjá blendingunum (202 vs 195 kg). Kjöt- hlutfallið hækkar einnig með auknum sláturþunga og sterkara fóðri hjá báðum stofnum eins og búast mátti við og eykst því fallþunginn með vaxandi kjamfóðurgjöf (196, 197 og 204 kg) (14. tafla). 6. FÓÐURNÝTING Þegar talað er um fóðurnýtingu er venjulega átt við hversu mikið fóður(orku) gripir þurfi til að þyngjast um 1 kg (FE/kg vöxt) eða hve miklum vexti gripir skila á hverja einingu fóðurs (kg vöxtur/FE). Annmarkar við notkun á þessum hlutföllum eru í fyrsta lagi þeir að sveiflur í áti eða þyngingu sem algeng eru hjá jórturdýrum magna þau mjög upp þegar tímabil eru stutt. I öðru lagi segir fóðurnýting skilgreind á þennan hátt ekkert til um raunverulega orkunýtingu hjá gripnum þar sem einungis er miðað við þunga- aukningu en ekki orkusöfnun. Við mikinn vöðva- vöxt (og þar með mikla vatnssöfnun og mikla þungaaukningu) er orkunýting yfírleitt léleg en fóðumýting reiknast þá mjög góð. Þessu er alveg öfugt farið við fitusöfnun. Þá er þungaaukning lítil, m.a. vegna þess að vatnssöfnun er lítil og fóðurnýdng þar með léleg en raunveruleg nýting á fóðurorkunni þó góð. I þriðja lagi er fóður- nýting skilgreind á þennan hátt mjög háð þunga gripa og framleiðslustigi en almennt má segja að fóðurnýting versni með auknum þunga. Skýr- ingin á þessu er annars vegar breyting á við- haldsþörfum með þunga og hins vegar þær breytingar sem verða á vefjasamsetningu vaxt- arins með auknum þroska gripa. I flestum fóðurkerfum fyrir nautgripi í vexti er ekki skilið á milli þarfa til viðhalds og þarfa til vaxtar, enda er það varla hægt nema fræðilega. Þetta leiðir hins vegar af sér að við sama vaxtar- hraða (g/dag) og sömu vefjasamsetningu (prót- ein, fita) vaxtarins þá versnar alltaf fóðurnýting skilgreind sem FE/kg vaxtar með auknum þunga gripa, þar sem viðhaldsþarfir aukast með þunga gripsins. Eina eða eitt af fáum fóðurkerfum fyrir holdagripi sem skilur á milli þarfa fyrir viðhald (NEm) og vöxt (NEg) er bandaríska NRC kerfið (1984). Vitað er að nýting ábreytiorku fóðursins er mismunandi eftir því hvort hún nýtist til viðhalds (60-65%) eða vaxtar (35-45%), þ.e. nettó orkugildi fóðursins er mismunandi eftir því í hvað orkan nýtist. Hver fóðurtegund fær því tvö orkugildi, NEm (Netto Energy mainte- nance) og NEg (Netto Energy gain). í þessu kerfi er því hægt að aðgreina hve stór hluti af auknum orkuþörfum við aukinn þunga er vegna vaxandi viðhaldsþarfa og hve mikið vegna breyt- inga á vefjasamsetningu vaxtarins. Meðaivaxtarhraði, g/dag 15. mynd. Meðalvaxtarhraði allra nauta í tilrauninni. íslenskir kált'ar eru nr. 101-120 en blendingar eru nr. 201- 220. (Kálfur nr. - Fóðurflokkur - Þungatlokkur).

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.