Fjölrit RALA - 15.05.1996, Qupperneq 38

Fjölrit RALA - 15.05.1996, Qupperneq 38
36 Ef litið er tii iangs tíma í senn og reynt að fullnýta aðstöðuna sem til er til kjötframieiðsl- unnar er reynt að hámarka framlegð á dag. Ef ytri aðstæður, t.d. markaðurinn, býður ekki upp á fuilnýtingu á aðstöðu þá er frekar stefnt að hámarksframlegð á grip eða á kg kjöts. I flestum tilfeilum er þetta spurning um við hvaða þunga er hagkvæmast að slátra gripum og hve sterkt borgar sig að aia þá að þessum þunga. Breytur sem taka þarf tiiiit tii við slíkt mat eru m.a. fóðurnotkun, fóðurverð, fóðurnýting, vaxtar- hraði, kjöthlutfall, kjötílokkun og verð á kjöti en jafnframt þarf að vita hvernig þessir liðir breytast með fóðurstyrk og lífþunga. Þegar meta á kostnað við hey er annað hvort hægt að miða við raunverulegan kostnað við öflun heyjanna ef vitað er hver hann er eða væntanlegt söiuverð. Ljóst er að heyverð getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum. Kostn- aður við smákálf getur verið frá 3000 kr, sem er það verð sem fæst fyrir slíkan grip í siáturhúsi, upp í 7000 kr ef verðuppbætur, sem stundum eru í gangi, eru reiknaðar með. Vert er að geta þess að ef 4000 kr uppbót er greidd á slátraðan smákálf þá þýðir það að bóndi sem eiur káifinn að 200 kg fallþunga þarf að fá um 20 kr/kg hærra verð fyrir kjötið en ella. Kjarnfóður er yfirleitt aðkeypt þannig að ekki er mikill munur á verði þess pr kg milli búa en hins vegar getur það verð sem raunhæft er að reikna mjólkina á verið mjög breytiiegt miili búa. Þetta er m.a. háð nýtingu á framleiðsiurétti og aðstöðu, hvenær ársins mjólkin er framleidd o.fl. Verðið sem bónd- inn gæti fengið fyrir mjólkina, ef hún væri send í samlag, getur því verið allt frá því að vera fullt grundvailarverð og niður í ekki neitt. Til þess að meta hagkvæmni við þessa fram- ieiðslu verður því að gefa sér ýmsar forsendur og á 23. mynd má sjá hvaða áhrif heyverð hefur á breytilegan kostnað (smákálfur og fóður) við nautakjötsframieiðsiu ef miðað er við „venjulegt" eldi og mismunandi faliþunga. Forsendur varð- andi vöxt, fóðurnýtingu og kjöthlutfall eru þær sömu og fundust í þessari rannsókn. 8. KJÖTGÆÐI I þessari tiiraun voru áhrif stofna, fóðrunar og lifandi þunga/aidurs á kjötgæði mæld. Gæðin sem um er að ræða eru svokölluð sláturgæði, næringargildi, vinnslueiginieikar og bragðgæði. Sláturgæðin eru kjötprósenta, lögun, fita og fitu- litur á skrokknum, prósent nýting, fituafskurður Kr/kg kjöts Heyverð, kr/kg þe. 23. mynd. Áhrif heyverös og fallþunga á breytiiegan kostnað við nautakjötsframleiðslu. Kálfur = 3000 kr; Mjólk = 300 1 á 35 kr/l; Kjarnfóður = 100 kg þe. á 35 kr/kg þe.; Hey = 1790-2280-2830 kg þe. og 0,65 FE/kg þe. (1,55 kg þe./FE); Vöxtur = 800 g/dag; Aldur v. slátrun 13,1-15,1-17,2 mán.; Fóðurnýting = 8,0-8,5-9,0 FE/kg kjöt; Kjöt% = 48-49-50%.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.