Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 5
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1971 3, i: 3—11
Samanburður á afurðagetu fjárstofna á fjárræktarbúinu á Hesti
Halldór Pálsson og Stefán Sch. Thorsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit. Gerður var samanburður á frjósemi og mjólkurlagni tveggja og þriggja vetra
áa á fjárræktarbúinu á Hesti eftir stofnum.
Við fjárskiptin 1951 var einvörðungu keypt vestfirzkt fé að Hesti af kollóttum og
hyrndum stofni, sem haldið hefur verið þar aðgreindum.
Enginn raunhæfur munur reyndist á frjósemi þessara stofna, en kollótti stofninn
reyndist raunhæft mjólkurlagnari en sá hyrndi.
Síðan 1957 hefur með sæðisflutningum verið blandað norður-þingeysku blóði í hluta
af hyrnda stofninum vestfirzka á Hesti, en jafnframt haldið áfram að hreinrækta bæði
hyrnda og kollótta vestfirzka stofninn.
Samanburður á frjósemi og mjólkurlagni áa, sem fæddar voru frá 1957 til 1967, eftir
stofnum, sýndi, að enn var ekki raunhæfur munur á frjósemi vestfirzka stofnsins
hyrnda og kollótta, en hyrndi stofninn vestfirzki reyndist nú orðinn raunhæft mjólkur-
lagnari en sá kollótti, gagnstætt því, sem var fyrst eftir fjárskiptin. Aftur á móti
reyndust þingeysku blendingsstofnarnir, hvort sem þeir voru hálfblóðs eða meira eða
minna blandaðir, raunhæft frjósamari en hreinræktaði hyrndi vestfirzki stofninn, en
ekki reyndist raunhæfur munur á mjólkurlagni stofnanna.
Hálfblóðsær af þingeyskum og vestfirzkum hyrndum stofni af fyrstu kynslóð, Fj,
voru hvorki raunhæft frjósamari né mjólkurlagnari en hálfblóðsær af öðrum ættlið,
F2, eða lengra framræktaðar, er sýnir, að ekki er um sérstakan blendingsþrótt að
ræða varðandi þessa eiginleika.
INNGANGUR
Við fjárskiptin 1951 fékk fjárræktarbúið á
Hesti aðeins leyfi til að kaupa lömb af
Vestfjörðum, eins og aðrir fjáreigendur í
því fjárskiptahólfi, sem nær yfir efri hluta
Borgarfjarðarsýslu og efstu bæi í Hvítár-
síðu. Hestsbúið keypti bæði hyrnd og koll-
ótt lömb frá Vestfjörðum, eins og nánar
verður skýrt frá síðar. Kollótta féð var all-
frábrugðið því hyrnda, einkum í vaxtar-
lagi. Á Hesti var kollótta og hyrnda fénu
haldið aðgreindu og á þann hátt ræktaðir
tveir stofnar. Vestfirzka féð, einkum það
hyrnda, var mjög sundurleitt og mjög ólíkt
norður-þingeyska fénu, sem bændur í sum-
um fjárskiptahólfum fengu að kaupa, bæði
að vaxtarlagi og ullarfari.
Miklar deilur voru uppi meðal bænda og
jafnvel ráðunauta um kosti þessara fjár-
stofna. Sumir töldu vestfirzka féð lrraust-
ara og jafnvel afurðameira en þingeyska
féð, en aðrir héldu hinu gagnstæða fram
og töldu þingeyska féð að flestu eða öllu
leyti betra en hið vestfirzka. Einnig voru
skiptar skoðanir hjá þeim, sem ræktuðu
vestfirzkt fé eingöngu, hvort heppilegra
væri að rækta upp kollótta féð eða hið
hyrnda eða blanda því öllu saman af
handahófi.
Þegar leyfi fékkst til að flytja sæði (vet-
urinn 1956—57) milli fjárskiptahólfa, var