Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 24
22 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
TAFLA VIII - TABLE VIII
Vik meðalúrkomu 1966—1970 frá meðalúrkomu 1931—1960, mrn.
(Deviation of mean precipitation 1966—1970 from normal, mm).
Stöðvar Jan. Feb. Marz Apr. ci S Júní 3 Ágúst <V C/3 3 O Nóv. Des. Árið
Nautabú Hæll 5 -11 - 7 -10 28 19 1 2 5 1 2 49 20 11 8 45 -15 - 9 - 8 -47 0 -18 17 39 56 71
Eins og sjá má á töflu VII, hefur meðal-
árshiti 1966—1970 verið talsvert lægri en á
normaltimabilinu, munar 0.9° á Hæli, en
1.2° á Nautabúi. Kemur hér fram, svo sem
á öðrum íslenzkum veðurstöðvum, að mun
kaldara hefur verið þessi síðustu fimm ár
en til jafnaðar á normaltímabilinu og raun-
ar allar götur frá 1920. Hafa vaxtarskilyrði
þessi síðustu ár því verið tiltölulega örðug
og væntanlega einkum þá á hálendinu.
Kemur sú lækkun einnig fram í minni upp-
skeru í reitunum.
Lofthita-, úrkomu- og jarðvegshitamœling-
ar að sumarlagi.
Rétt hefur þótt að birta til viðbótar
nokkrar niðurstöður mælinga, sem gerðar
hafa verið að sumarlagi á árunum 1962—
1970, ýmist í tilraunareitunum sjálfum eða
í næsta nágrenni þeirra. Þykir eðlilegt að
birta þessar niðurstöður, þótt hér sé um
dálítið gloppóttar mælingar að ræða.
Tafla IX A, B og C sýnir lofthita, úr-
komu og jarðvegshita yfir nokkra sumar-
mánuði við eða í námunda við tilrauna-
reitina.
Sumurin 1963—1965 var mælt í tilrauna-
reitum nokkurn spöl austan við sæluhúsið á
Hveravöllum, en haustið 1965 var athug-
unarstaðurinn fluttur að nýbyggðri veður-
stöð á Breiðmel norðvestan hverasvæðisins.
Á öðrum stöðum eru tilfærðar niðurstöð-
ur jarðvegshitamælinga í tilraunareitunum
sjálfum.
Lofthitamælingarnar sýna, hve seint vor-
ar á Hveravöllum miðað við Sauðárkrók og
Akurhól, og að meðalhiti sumarmánaðanna
er mun minni á Hveravöllum en á hinum
athugunarstöðunum. Á þeim fáu sambæri-
legu tölum um meðalhita í jarðvegi kemur
einnig fram hliðstæður munur. Virðist
að jafnaði tveimur til þremur gráðum
kaldara í efstu jarðvegslögum á hálendinu
en í reitnum í Hegranesi, og munarins
gætir einnig í meira jarðvegsdýpi.
ÁLYKTUNARORÐ
Hér að framan hefur verið greint frá til-
högun tilraunar, sem er einn liður í rann-
sóknum á ræktunarmöguleikum landsins.
Að þessu sinni var komið upp girðingum
og mælitækjum og sáð eða plantað jurtum
til uppgræðslu á Kjalarhálendinu. Fáeinar
athuganir voru einnig gerðar á villtum
gróðri.
Uppgræðsluplönturnar uxu eftir vonum,
og fékkst strax nokkur samanburður á vexti
þeirra eftir landssvæðum.
Kemur einkum fram í þessari athugun,
að íslenzkur túnvingull er mun þolnari
þeim danska og hentar betur til uppgræðslu
á fjallamelum. Þessi túnvingull virðist einn-
ig vaxa örar og einkum þétta svörðin.'i hrað-