Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 34

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 34
32 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR fyrir hvern eiginleika er því næst fundinn með því að deila dætrafjöldanum upp í heifdarfjölda afurðaára. Síðan er fundið meðafarfgengi pr. dóttur fyrir hvern eigin- ieika f’yrir sig eftir meðalárafjölda pr. dótt- ur í hverjum eiginleika, sem er notaður í staðinn fyrir n í formúlunni fyrir h„2 hér að framan. Þetta arfgengi er kallað hz2 hér á eftir. Öryggið í hverjum eiginleika fyrir sig er svo fundið með eftirfarandi formúlu (Ro- BERTSON og Rendel, 1950): 0.25 ■ hz2 • a z — I :-(a 1) • 0.25 • h,2 ’ þar sem a er fjöldi dætra undan hrútnum, sem hafa upplýsingar um viðkomandi eigin- leika. Það sést á þessari formúlu, að séu ekki fyrir hendi neinar upplýsingar um viðkomandi eiginleika (a = 0), verður ör- yggistalan fyrir þann eiginleika 0. Meðaltöl af frávikum allra dætra hrúts- ins í hverjum eiginleika fyrir sig eru nú fundin þannig, að deilt er með fjölda af- urðaáa í hverjum eiginleika upp í aldurs- leiðrétta tölu af frávikum allra dætranna í viðkomandi eiginleika, og þannig er i'und- ið meðaltal af fráviki pr. dóttur pr. afurða- ár, leiðrétt fyrir aldri, fyrir hvern eigin- leika fyrir sig. Arfgengt frávik lirútsins í hverjum eigin- leika er því næst fundið með jm að taka fráviksmeðaltöl allra dætra lirútsins og margfalda þau með öryggistölunni fyrir livern eiginleika, bz, sem fundin var sam- kvæmt formúlunni hér að framan. Kynbótagildi hrútsins í hverjum eigin- leika fyrir sig er svo reiknað út með Jrví að margfalda arfgengt frávik í hverjum eiginleika með verðmætistölunum í töfl- unni hér að framan, og heildardómur um lnútinn fæst með því að leggja saman kyn- bótagildin í hverjum eiginleika fyrir sig og bæta 22.0 við þá útkomu. Öryggið í afkvæmadómnum fæst síðan með því að setja inn í formúluna fyrir öryggistöluna hér að ofan dætrafjölda hrútsins á skýrslu, og er hver dóttir reikn- uð þar einu sinni, hvort sem upplýsingar eru fyrir hendi um alla eiginleikana eða bara einn þeirra. Arfgengið, sem notað er í formúlunni í stað hz2, er fundið sam- kvæmt formúlunni fyrir hn2 hér að framan með því að nota meðalfjölda skýrsluára pr. dóttur í stað n. Kerfi það, sem hér er lýst, hefur greini- lega marga vankanta, eins og jafnan má búast við um nýjungar. Það, sem mest ber á, er vitanlega skortur- inn á öruggum upplýsingum um arfgengi og tvímælingargildi þeirra eiginleika, sem hér um ræðir. Þó virðist arfgengi það, sem áætlað var fyrir frjósemina, eiga vel við islenzkar aðstæður samkvæmt rannsóknum Sveins Hallgrímssonar sauðfjárræktarráðu- nauts, er hann gerði á arfgengi og tvímæl- ingargildi fyrir frjósemi í íslenzku sauðfé (Sveinn Hallgrímsson, 1965). Eins þyrftu aldursleiðréttingarstuðlar að vera öruggari en þeir eru, og verðmætis- tölurnar verða seint eins góðar og bezt verð- ur kosið. Formúlurnar, sem notaðar eru við út- reikninga á afkvæmadóm fyrir hrúta, eru við það miðaðar að geta notað upplýsing- ar um allar dætur allra hrúta á skýrslu og geta tekið með inn í afkvæmadóminn dæt- ur, þó að upplýsingar séu ekki fyrir hendi nema um einn eiginleika af þeirn fjórum, sem kynbótaeinkunnin gerir ráð fyrir. c. Kynbótaeinkunn, byggð á frjósemi og fallþungaeinkunn. Hér á eftir verður lýst rannsókn á arf- gengi tveggja þátta kynbótaeinkunnarinn- ar, frjósemi ánna og fallþungaeinkunn þeirra og arfgengi á kynbótaeinkunn, sem byggist aðeins á þessum tveimur þáttum. Arfgengi á frjósemi íslenzkra áa hefur áður mælzt 0.13—0.18 (Sveinn Hallgríms- son, 1965), og arfgengi á fallþungaeinkunn

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.