Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 23

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 23
RÆKTUNARTILRAUNIR Á KILI 21 TAFLA VI - TABLE VI Meðalfjöldi sólskinsstunda 1966—1970. (Mean duration of briglit sunshine, hours) 1966—1970. Stöðvar Jan. Febr. Marz Apr. Maí '5 *—> 3 Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. $o c Hveravellir 22 64 97 155 238 146 156 138 106 70 27 4 1223 frá Gunnarsholti á Rangárvöllum, norður um Kjöl, allt að Keflavík í Hegranesi, fara hér á eftir í töflu IV og V upplýsingar um meðalhita og meðalúrkomu á þremur veð- urathugunarstöðum á fimm ára tímabilinu 1966—1970. Stöðvarnar eru vistheimilið Ak- urhóll (63° 52' N, 20° 11' W, hæð yfir sjó 100 m) við Gunnarsholt; Hveravellir (64° 52' N, 19° 34' W, hæð yfir sjó 642 m), skamrnt norðan vatnaskila á Kili; og Sauðár- krókur (65° 45' N, 19° 39' W, hæð yfir sjó 2 m), næsta veðurstöð við Keflavík í Hegra- nesi. í töflu VI er enn fremur greint frá með- alfjölda sólskinsstunda á Hveraviillum á ár- unum 1966—1970. Rétt er að vekja athygli á því, að meðal- hiti ársins hefur á þessu tímabili verið 4.0° lægri á Hveravöllum en á Sauðárkróki, en 4.8° lægri en á Akurhóli. Hitamunur Hvera- valla og hinna stöðvanna er sýnilega nokkru meiri að vetri en sumri. Lítill munur virð- ist vera á úrkomumagni á Hveravöllum og Sauðárkróki, en á Akurhóli lielur ársúr- koma verið um 400 mm meiri en á hinum stöðvunum. Fimm ár eru skammur tími til ákvörðun- ar á veðurfari, en engin þeirra þriggja veð- urstöðva, sem tölur eru liér birtar frá, eru svo gamlar, að til séu meðaltöl fyrir normal- tímabilið 1931—1960, og mikilvægasta stöð- in, Hveravellir, hefur aðeins verið starfrækt allt árið frá haustinu 1965. Til að veita samt nokkurn samanburð við normaltímabilið hefur verið brugðið á það ráð að sýna í töflu VII og VIII vik meðalhita og meðalúrkomu áranna 1966—1970 frá meðaltölum normaltímabilsins fyrir eina stöð norðan lands, Nautabú i Skagafirði (65° 27' N, 19° 22' W, hæð yfir sjó 115 m), og eina sunnlenzka veðurstöð, Hæl í Hrepp- um (64° 04' N, 20° 15' W, hæð yfir sjó 122 m). TAFLA VII - TABLE VII Vik meðalhita 1966-1970 frá meðalhita 1931-1960, °C. (Deviation of mean temperature 1966—1970 from normal, °C Stöðvar Febr. Marz Apr. 3 s '3 >—> Júlí Ágúst ÍL (U C/} Okt. Nóv. Des. JO Nautabú Hæll -0.6 0.2 -1.4 -0.6 -3.3 -2.6 -0.8 -0.3 -2.1 -1.0 -0.4 -0.7 -1.2 -1.2 -0.3 -0.4 -0.8 -0.4 -2.0 -0.9 -1.7 -1.8 -0.8 -1.2 -1.2 -0.9

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.