Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSOKNIR er leiðrétt fyrir aldri lambsins. Meðalærin ár hvert fær einkunnina 5.0. f.O stig í einkunn jafngildir 1266 g af kjöti hjá á með einlembingshrút, 1031 g af kjöti hjá á með einlembingsgimbur, 2254 g af kjöti lijá á með tvílembingshrúta, 1792 g af kjöti hjá á með tvílembingsgimbrar og 1979 g af kjöti hjá tvílembu með hrút og gimbur. Samanburður stofnanna í þessari skýrslu er aðeins gerður á tveggja og þriggja vetra ám til að fá sem réttasta mynd af þessurn eiginleikum stofnanna. Fyrstu þrjú árin er engri heilbrigðri kind slátrað vegna afurðatregðu eða tuskuskap- ar, en árlega er fargað nokkrum árn þriggja vetra og eldri vegna afurðatregðu og ýmissa annarra galla. Er því ekki fyllilega að marka samanburð á afurðagetu eldri áa en þriggja vetra eftir stofnun, þar sem ef til vill er búið að slátra hlutfallslega fleiri afurðatregum ám úr einum stofni en öðr- um eftir þriggja vetra aldur. Ákveðið var að gera samanburð á eftir- farandi stofnum, annars vegar á tveggja vetra ám og hins vegar á þriggja vetra árn: A. Kollóttar ær vestfirzkar. B. Hyrndar ær vestiirzkar. C. Blendingsær af hyrnda vestfirzka stofn- inum og þingeyskum stofni rninna en 50% þingeyskar. D. Blendingsær af sömu stofnum, 50% þingeyskar, fyrsta kynslóð F^. E. Blendingsær af sömu stofnum, 50% þingeyskar, af annarri, F2, eða síðari kynslóðum. F. Blendingsær af sömu stofnum, meira en 50% þingeyskar. Ástæða er til að bera fyrst saman afurða- hæfni kollótta og hyrnda vestfirzka fjárins, sem keypt var að Fíesti við fjárskijrtin, til að sjá, hvort munur var á þessum stofnum, áður en farið var að kynbæta þá með úr- vali með tilliti til þeirra eiginleika, sem að framan er getið. NIÐURSTÖÐUR Tafla 2, A og B, sýnir, að kollótti stofninn, sem keyptur var að Flesti við fjárskiptin 1951 gaf rneiri afurðir en hyrndi stofninn, bæði tveggja og þriggja vetra ær. Af kollóttu tvævetlunum voru 10.1% tví- lembdar, en aðeins 7.1% af hyrndu tvæ- vetlunum. Þessi munur á frjósemi stofna er ekki raunhæfur. Af kollóttu þrevetlunum voru 48.2% tví- lembdar, en 38.2% af þeim hyrndu. Þessi munur á frjósemi er heldur ekki raun- hæfur. Meðalafurðastig kollóttu tvævetlnanna var 5.16, en þeirra hyrndu 4.87. Þessi munur, 0.29 stig, er þó ekki raunhæfur. Meðal- afurðastig þriggja vetra ánna kollóttu var 5.61, en þeirra hyrndu 4.65. Þessi rnunur, 0.96 stig, er raunhæfur í 99.9% tilfella. Þessi samanburður sýnir, að kollótti fjár- stofninn, sem Hestsbúið fékk við fjárskipt- in, hafði meiri afurðagetu en hyrndi stofn- inn. Þetta hefur þó breytzt með árunum, eins og síðar kemur í ljós. Tekizt hefur betur að kynbæta hreinræktaða hyrnda stofninn vestfirzka en þann kollótta með tilliti til mjólkurlagni. Frjósemi kollóttu ánnna þriggja vetra er nú svipuð og hún var fyrst eftir fjárskiptin 1951; en tvævetl- urnar eru nú á seinni árum raunhæft frjó- samari en tvævetlurnar eftir fjárskiptin. Ástæðan fyrir því, að mjólkurlagni koll- ótta stofnsins hefur minnkað í samanburði við mjólkurlagni hyrnda stofnsins vest- firzka síðan um fjárskiptin, er ef til vill sú, að vart varð erfðagalla, gulrar fitu, í koll- ótta stofninum. Þessi eiginleiki virðist vera víkjandi. Vegna þessa galla varð að slátra mörgum beztu kollóttu hrútunum, sem aklir voru upp og/eða reyndir á Hestsbú- inu. Sömuleiðis var ekki hægt að ala upp lömb undan sumum beztu kollóttu ánum, eftir að reynslan sýndi, að þær gengu með þennan erfðagalla. Enn fremur reyndust sumir kollóttu hrútarnir, sem keyptir voru

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.