Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Blaðsíða 22

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Blaðsíða 22
20 ÍSLENZKAR LANDBTJNAÐARRANNSÓKNIR í þeim reitum, sem hæst lágu. Snarrót og hálmgresi höfðu þá minnst eggjahvítu- magn, en língresi og túnvingull voru eggja- hvítuauðugri. Ekki reyndist vera marktæk- ur rnunur á hráeggjahvítu fslenzks og dansks túnvinguls. í töflu III er nánar sýnt efnainnihald á kölkuðum og ókölkuðum reitum. Virðist hráeggjalrvítumagnið yfirleitt vera hærra í kölkuðu reitunum. Gæti kalkið hafa stuðlað að nokkurri gróðurfarsbreytingu, þannig að í kölkuðu reitunum hefðu slæðzt inn eggjahvíturíkar tegundir, en um smára var þó ekki að ræða. Venjulega koma kalk- áhrifin fram sem aukning í Ca-magni plantna, en hér eru Jrau áhrif aðeins merkj- anleg í Kerlingarfjallareitnum. Þar er magnið hins vegar óvenjuhátt rniðað við kalsíummagn í grasi. Þrátt fyrir miðlungsskammt af kalíáburði og mikinn fosfóráburð virðist þessi efni bæði skorta í hálendisreitunum. Stafar þetta ef til vill af lágum loft- og jarðvegs- hita á hálendinu, sem gæti torveldað upp- töku þessara efna. í Keflavík virðist kalíum hins vegar hafa verið nægilegt. Þar er lítill munur á steinefnamagni gróðurs úr kölkuð- um og ókölkuðum reitum, en á hálendinu virðist steinefnaástand plantna heldur betra í kölkuðum reitum en ókölkuðum. A Imennar veðurfarsupplýsingar. Til almennrar lýsingar á veðurfari til- raunasvæðisins, sem náði þvert yfir landið TAFLA IV - TABIÆ IV Meðalhiti 1966-1970, °C. (Mean t.emperature) 1966—1970, °C. Stöðvar Jan. Febr. Marz Apr. Maí G '3 3 ►““i Ágúst Dh V Okt. Nóv. Des. JO Sauðárkrókur -2.6 -3.4 -3.5 0.6 3.6 8.2 8.9 9.7 7.2 2.1 0.1 -1.3 2.4 Hveravellir -6.7 -8.0 -7.9 -3.9 -0.1 5.0 6.2 6.4 3.2 -2.3 -5.4 -6.0 -1.6 Akurhóll -1.7 -2.8 -2.4 2.0 5.8 9.3 10.6 10.3 7.1 2.3 -0.8 -1.7 3.2 TAFLA V - TABLE V Meðalúrkoma 1966—1970, mm. (Mean precipitation) 1966—1970, mm. Stöðvar Jan. Febr. Marz Apr. Maí Júní 3 5 Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. 50 Sauðárkrókur 97 59 98 36 24 34 41 44 48 66 72 110 729 Hveravcllir 50 73 46 44 22 74 55 90 60 48 57 79 698 Akurhóll 67 73 113 82 65 104 69 111 106 85 95 140 1110

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.