Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 47

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 47
STAÐBRIGÐAMYNDUN 45 ur túnvingull sé kalkfælinn, a. m. k. eftir þeim skilningi, sem lagður er í orðið í Bretlandi. Bradshaw og Snaydon (1. c.) álykta, að þrátt fyrir þá örðugleika, sem eru á því að skilja á milli áhrifa pH og kalsíums og ann- arra tegndra þátta, bæði á kalkaðri og súrri jörð, þá séu sterkar líkur á, að kalsíum- magn senr slíkt hafi bein áhrif við þessar aðstæður. Með tilliti til ofangreindra dæma, sem sýna bein áhrif kalsíums á vaxtarhegðun sumra grasa og niðurstöðu tilraunarinnar, virðist brýnt, að meiri athygli sé sýnd jarð- vegssviði eða kjörjarðvegi, bæði innlendra og útlendra sáðgrasa á Islandi. Takmark sáningar hlýtur að vera að fá fram jurtir, senr eru fjárhagslega hagkvæmar við ríkjandi aðstæður. Líkur benda til, að þessu marki verði frekar náð, ef jarðvegur- inn er nær því að vera kjörjarðvegur jurtar- innar. Þessu marki má ná með vali jurta- stofna annars vegar og með breytingu á jarð- vegseiginleika hins vegar (t. d. með kölkun). Sjálfsagt er að reyna báðar leiðir, en í mörg- um tilfellum er stofnval eina leiðin, t. d. við sáningu í stór landsvæði til uppgræðslu, þar sem jarðvegsbreyting er óhagkvæm. Ofangreindar niðurstöður benda til þess, að brýnt verkefni sé fyrir höndum að kanna kjörjarðveg ræktunarplantna á Islandi. Rannsókn þessi og tilvitnanir fjalla um griis, en augljóst er, að aðrar tegundir ber einnig að athuga, t. d. kál, trjágróður o. s. frv. íslenzkur jarðvegur virðist hafa allmikla sérstöðu, miðað við jarðveg þeirra landa, sem sáðvara er flutt inn frá. Þar eð plöntur þróa staðbrigði með tilliti til jarðvegs eigi síður en til veðurfars, er hér um atriði að ræða, sem vel getur ráðið úr- slitum um, hvernig til tekst við ræktun ýrn- issa jurtastofna á íslandi.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.