Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 15

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 15
RÆKTUNARTILRAUNIR Á KILI 13 Mynd 1. Fig. 1. TILHÖGUN ATHUGUNAR Hinn 7. júlí 1962 var valið land undir til- raunareiti. Síðan voru reistar girðingar 24x 24 m, þannig að helt væri og friðað fyrir bú- peningi. Við val tilraunareitanna var leitazt við að finna sambærilegan jarðveg á fyrirhuguð- um sex athugunarstöðum, það er sendinn, gróðurlausan mel. Þessir staðir liggja mis- langt frá sjó og mishátt yfir sjávarmáli. Syðsti athugunarstaður er í Gunnarsholti, Rang., um 100 m yfir sjó, annar er á Tjarn- heiði, austan við skálann í Hvítárnesi, í 450 m hæð yfir sjó, þriðji er á „Kolli“, melöldu norðvestur af Kerlingarfjöllum, í 730 m hæð yfir sjó, fjórði staður er á Hveravöll- um, á mel austan við sæluhúsið, í 600 m hæð yfir sjó, fimmti staðurinn er við Sand- kúlufell á Auðkúluheiði í um 600 m hæð yfir sjó, og loks var valinn staður í Kefla- vík í Hegranesi, Skagafirði, um 50 m hæð yfir sjó. (Mynd 1). í Hvítárnesi og á Hveravöllum setti leið- angur frá Veðurstofu Islands, undir stjórn Flosa Sigurðssonar veðurfræðings, upp tæki til mælinga á veðurfari. Var mælitækjum komið fyrir innan afgirtra tilraunareita á fyrrgreindum stöðum. (Mynd 2). Sumarið 1962 var ráðinn starfsmaður til að gera veðurathuganir í Hvítárnesi og ann- ast gróðurmælingar vikulega á þeim til- raunareitum, er voru á hálendinu. Einnig var gæzlumaður Ferðafélags Islands á Hveravöllum fenginn til þess að annast af- lestur mæla við reii staðsettan á því svæði, en því miður varð árangur lítill það sumar. Sumurin 1963—1965 var starfsmaður að- eins á Hveravöllum, en frá haustinu 1965 hefur Veðurstofa Islands starfrækt veðurat- huganir á Hveravöllum allan ársins hring í fullkominni veðurathugunarstöð, en gróður- athuganir á þessum reitum hafa verið gerðar af starfsmönnum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins vor og haust, og til þess farnir sérslakir leiðangrar. MELAR GRAVEL

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.