Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 42
40 ÍSLENZKAR LANDBIJNAÐARRANNSÓKNIR
var kannað, hvort staðbrigðamyndun liefði
átt sér stað, sem hægt væri að tengja mis-
mun þessara staða.
Á undanförnum tveimur áratugum hefur
notkun tilbúins köfnunarefnisáburðar á ís-
landi aukizt mjög. Hefur nær eingöngu ver-
ið notaður kjarni (ammóníumnítrat) frá
Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.
Nítrun ammóníumsalts veldur sýringu,
sem er jöfn því magni af ammóníum, sem
oxíderast ásamt þeirri anjón, sem það er
bundið. Rok köfnunarefnis úr kjarna (NHí
NO3) gerir það að verkum, að sá köfnunar-
efnisáburður veldur minni sýringu, sem
svarar því magni, sem rýkur (Hiltbold og
Adams 1960).
Ekki hafa farið fram rannsóknir á, hvort
rok köfnunarefnis sé teljandi hérlendis.
Björn Jóhannesson og Kristín Kristjáns-
dóttir (1954) draga þá ályktun, að einhæf
notkun kjarna á tún valdi því, að kölkun
í einhverju formi verði nauðsynleg.
Umræður hafa verið um þátt kalsíum og
sýrustigs í kali sáðsléttna undanfarin ár.
Þannig álítur Ingimar Sveinsson (1965)
kalkskort valdan að kali og telur lágt sýru-
stig, sem slíkt, skaðlegt.
Samkvæmt rannsókn Magnúsar Óskars-
sonar (1969) kelur meir undan stórum
skömmtum af kjarna en samsvarandi magni
af kalksaltpétri. Aðrar tilraunir, sem gefa
fylgni milli kalks og kals á fslandi, eru ekki
fyrirliggjandi.
Friðrik Pálmason (1971) sýnir, að kalsí-
ummagn í heyi eykst með auknum skömmt-
um af áburðarkalki. Heyuppskera eykst
einnig nokkuð á tilraunareitum á Vestur-
og Austurlandi. Uppskera virðist þó hvergi
takmarkast verulega af vankölkun.
Rannsóknir Bjarna Helgasonar (1959) á
ræstum jarðvegi á Suðvesturlandi leiddu í
ljós, að kalsíummagn jarðvegsins er lágt eða
8.94 me/100 g (meðalgildi) og 5.36 rne/100
(miðgildi). Jónrýmd reyndist 49.09 me/100
g (meðalgildi) og 48.37 me/100 g (miðgildi).
Kalsíummettun jarðvegsins er því 8.94/
47.09 x 100 eða 19%, sé miðað við meðal-
gildi, en 11%, ef miðað er við miðgildi.
í steinefnaríkum jarðvegi erlendis tíðk-
ast að bera á kalk, ef kalsíummettunin fell-
ur niður fyrir 30%. íslenzkur jarðvegur er
þó allfrábrugðin jarðvegi nágrannalanda
okkar. Þannig virðist hið háa magn lífrænna
efna í íslenzkum jarðvegi vera helzti áhrifa-
valdur jónmyndunarinnar (Bjarni Helga-
son 1968). Á grundvelli þessa varar Bjarni
Helgason (1969) við, að of miklar ályktanir
séu dregnar út frá sýrustigi jarðvegsins án
hliðsjóna af öðrum þáttum.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við er-
lendar rannsóknir á lífrænum jarðvegi
(Woodruff, C. M. 1967, Adams, F. og Pear-
son, R. W. 1967).
Með tilliti til ofangreindra atriða og
hinna ólíku sjónarmiða varðandi áhrif sýru-
stigs á vöxt grasa, þótti rétt að fella inn í
rannsóknirnar á túnvinglinum athugun á
viðbrögðum hans við mismunandi sýru-
stigi.
VERKLÝSING
Af hverjum hinna 235 einstaklinga í safn-
inu voru gróðursettir í 12 cm potta sex vaxt-
arsprotar (línueinstaklingar). Alls urðu því
pottarnir 1410.
Jarðvegurinn í pottunum var blanda af
írskum mó, gufusoðinni mold og sandi í
hlutföllunum 2/r—14—J4 nriðað við rtim-
mál.
Eftir að sprotarnir höfðu hafið vöxt, voru
pottarnir vökvaðir með uppleystum alhliða-
áburði, Jrannig að tilraunaliðir 1, 3 og 5
fengu mjög nauman skammt (merkt 0 í
töflu 1), en á tilraunaliði 2, 4 og 6 var borið
áburðarmagn (N), sem jafngilti ríflegum
túnskammti.
Því næst voru borin á efni til að hafa
áhrif á sýrustig (pH) jarðvegsins, en það
mældist í upphafi pH 5,3—5,4.
í tilraunalið 1 og 2 var bætt 4 g af brenni-