Fréttablaðið - 02.12.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 5 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Má vera
kúrudýr
um jólin?
VIÐSKIPTI „Það hefði reyndar verið
heppilegra að gera breytingu í þessa
veru fyrir nokkrum árum – það
hefur verið ljóst nokkuð lengi að
3,5 prósenta viðmiðið var of hátt –
heldur en nú þegar ríkissjóður þarf
á miklu fjármagni að halda,“ segir
Friðrik Már Baldursson, prófessor
í hagfræði við Háskólann í Reykja-
vík.
Markaðurinn hefur ábyggilegar
heimildir fyrir því að innan fjár-
mála- og efnahagsráðuneytisins sé
unnið að því að skoða mögulegar
breytingar á uppgjörskröfunni,
sem er einnig kallað ávöxtunarvið-
mið. Íslenskir lífeyrissjóðir þurfa
að núvirða skuldbindingar sínar
miðað við 3,5 prósenta vexti
umfram verðbólgu samkvæmt
lögum.
Lítill áhugi lífeyrissjóða á ríkis-
skuldabréfum hefur vakið upp
spurningar um uppgjörskröfuna
sem er sögð of há. Lækkandi vaxta-
stig samhliða óbreyttri uppgjörs-
kröfu leiðir til þess að lífeyris-
sjóðirnir horfa fram á fórnarskipti.
Meiri ávöxtun fylgir að jafnaði
meiri áhætta, og til að ná þessu 3,5
prósenta viðmiði þurfa sjóðirnir því
að taka meiri áhættu en áður.
„Þegar hagkerfið er komið inn í
allt annað vaxtaumhverfi kemur
sífellt betur í ljós hversu úrelt þetta
viðmið er,“ segir Daníel Svavarsson,
forstöðumaður hagfræðideildar
Landsbankans.
Breyting á uppgjörskröfunni er
hins vegar vandasamt verk og við-
kvæmt á vettvangi stjórnmálanna
enda felur breytingin í sér að gífur-
leg verðmæti eru færð á milli kyn-
slóða. – þfh / sjá Markaðinn
Uppgjörskrafan úrelt
Lítill áhugi lífeyrissjóða á ríkisbréfum vekur spurningar um uppgjörskröf-
una. Sögð of há við núverandi vaxtaumhverfi. Rætt um breytingar á henni.
3,5%
raunávöxtun þurfa sjóðirnir
að nota til að núvirða skuld-
bindingar.
VIÐSKIPTI Landsvirkjun leggur til
að íslenska ríkið komi upp sam-
bærilegu endurgreiðslukerfi vegna
kostnaðar stóriðjufyrirtækja við
kaup á mengunarkvótum og Norð-
menn hafa haldið uppi frá árinu
2013.
Stórhækkandi verð á ETS-kolefn-
iseiningum á síðastliðnum tveimur
árum eykur líkur á að mengandi
iðnaður færist til svæða þar sem
kröfur í umhverfismálum eru væg-
ari en í Evrópu. „Stórnotendur raf-
orku á Íslandi kaupa nú þegar ETS-
einingar á markaði vegna losunar
þeirra hér á landi. Íslenska ríkið
fær ákveðinn hluta þeirra greiðslna.
Norðmenn hafa nýtt sér heimild til
að láta hluta af söluandvirði þessara
eininga renna til orkufreks iðnaðar.
Þá leið gætum við líka farið,“ segir
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðar-
forstjóri Landsvirkjunar.
– thg / sjá Markaðinn
Stóriðjan fái
endurgreiðslur
DÓMSTÓLAR Yfirdeild Mannrétt-
indadómstóls Evrópu staðfesti í gær
dóm réttarins í Landsréttarmálinu
sem kveðinn var upp í mars í fyrra.
Dómurinn var skipaður sautján
dómurum og var niðurstaðan ein-
róma.
Fyrri niðurstaða var á þá leið að
með því að hafa ekki skipað dóm-
ara við Landsrétt í samræmi við
landslög hefði íslenska ríkið brotið
í bága við ákvæði Mannréttinda-
sáttmálans um réttláta málsmeð-
ferð. Þegar skipað var í Landsrétt
í fyrsta sinn gerðist þáverandi
dómsmálaráðherra brotlegur, að
mati dómsins, við reglurnar sem
um skipunina giltu með því að hafa
tekið fjögur dómaraefni af lista
hæfnisnefndarinnar og sett önnur
dómaraefni inn í staðinn án þess að
leggja sjálfstætt mat á eða afla frek-
ari gagna um dómarareynslu þeirra
sem fjarlægð voru. – aá / sjá síðu 4
Staðfestu fyrri
dóm MDE
Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það hófst með baráttusigri á liði Ungverja í Búdapest, 0-1. Berglind Björg
Þorvaldsdóttir skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálf leik. Þar með komst Ísland í hóp þriggja liða með bestan árangur í öðru sæti riðlanna. Sjá nánar á síðu 12. MYND/MLSZ.HU