Fréttablaðið - 02.12.2020, Side 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Það er
sorglegt að
sitjandi
dómsmála-
ráðherra sé
ekki ánægð-
ari með
þessa
niðurstöðu
en raun ber
vitni.
Það er
óskandi að
fjárlögin
verði ótví-
ræð um það
markmið að
ætla að
standa vörð
um líðan og
geðheilbrigði
á tímum sem
þessum.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Félagslegar afleiðingar kreppu eru þekktar. Fjárhagsáhyggjum og atvinnumissi fylgja enda margvíslegir erfiðleikar. Allt hefur þetta áhrif á
sálarlíf þjóðar. Það ætti þess vegna að vera sérstakt
kappsmál stjórnvalda núna að styðja við fólk og fjöl-
skyldur ekki aðeins með markvissum efnahagsað-
gerðum heldur um leið með því að mæta öðrum
dökkum birtingarmyndum kreppunnar. Mikilvæg-
ur liður í því er til dæmis að auka möguleika fólks á
að sækja sér meðferð hjá sálfræðingum.
Á næstu vikum verða fjárlög ársins 2021 sam-
þykkt. Þar hefur þingheimur tækifæri til að fjár-
magna nýsamþykkt lög um niðurgreiðslu sálfræði-
meðferðar og annarrar klínískrar samtalsmeðferðar
sem taka eiga gildi 1. janúar. Frumvarpið var lagt
fram af þingflokki Viðreisnar en naut stuðnings
þingmanna úr öllum flokkum og var samþykkt
samhljóða. Það var þannig skýr vilji þingsins að
tryggja aðgengi fólks að þessari tegund heilbrigðis-
þjónustu. Í þessari lagasetningu felst mikilvæg
réttarbót, ekki síst fyrir ungt og tekjulágt fólk sem og
fólk á landsbyggðinni þar sem aðgengi að úrræðum
hins opinbera er stundum lakara. Þrátt fyrir skýran
pólitískan vilja og þrátt fyrir ný lög er ekki gert ráð
fyrir eyrnamerktu fjármagni í þessa þjónustu í fjár-
lagafrumvarpinu.
Það er óskandi að fjárlögin verði ótvíræð um það
markmið að ætla að standa vörð um líðan og geð-
heilbrigði á tímum sem þessum. Það markmið er og
hefur alltaf verið mikilvægt, en í þungri atvinnu-
leysiskreppu og óvissu sem heimsfaraldur hefur í för
með sér hefur mikilvægið aldrei verið augljósara.
Það mun til lengri tíma reynast þjóðhagslega hag-
kvæmt að gera fólki kleift að leita sér þessarar heil-
brigðisþjónustu með niðurgreiðslum hins opinbera.
Í því felst jákvæð og heilbrigð nálgun um velferð og
líðan þjóðar. Vilji þingsins liggur skýr fyrir, sálfræði-
frumvarp Viðreisnar er orðið að lögum. Nú þarf ríkis-
stjórnin að fylgja þessum vilja þingsins eftir í verki
með því að veita landsmönnum öllum stuðning til
þess að geta leitað sér sálfræðiþjónustu óháð efnahag.
Sálarlíf í kreppu
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
þingmaður
Viðreisnar
Weber Pulse
Rafmagnsgrill
Weber salurinn
Skútuvogi 1h
(inng. frá Barkarvogi)
Sími: 58 58 900
Lyklaskil
Þeir sem muna eftir frægum
blaðamannafundi Sigríðar
Andersen, þáverandi dómsmála-
ráðherra í mars 2019, þar sem
hún sagði af sér með því að nota
almannatengslahugtakið „stíga
til hliðar“, vita að hennar er lík-
lega að vænta aftur í dómsmála-
ráðuneytið á næstunni. Sagði
hún þá að persóna hennar væri
að truf la málið og því myndi
hún „stíga til hliðar“ á meðan
komist væri til botns í málinu.
Nú er botn kominn í málið.
Sagði hún í gær að niðurstaðan
breytti engu. Ef það er rétt þá er
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
væntanlega að skila lyklunum á
þessari stundu. Spurning hvort
það verði eitthvað stokkað upp
og Sigríði komið yfir heilbrigðis-
ráðuneytið.
Ekki meir
Ríkisfyrirtækið Pósturinn
hefur í nægu að snúast núna
fyrir jólin við að koma öllum
pökkum á milli jólakúla þetta
árið. Hefur svo farið að ríkis-
apparatið hefur í ljósi aðstæðna
ákveðið að skipta fólki upp á
vaktir og láta það vinna hraðar
til að allt komist á réttan stað
á réttum tíma. Hefur fjárlaga-
nefnd Alþingis nú kallað inn Jóa
póstmann af Dalvegi til að halda
erindi fyrir alla ríkisforstjórana
sem heimta gríðarlegt fjármagn
til að komast fram úr á morgn-
ana. Víðtæk áfallahjálp verður í
boði á nefndasviði.
Allir helstu valdhafar brugðust í Lands-réttarmálinu. Dómsmálaráðherra sýndi reglunum sem fylgja bar við skipun dómara algert skeytingarleysi með þeim afleiðingum að borgararnir gátu ekki treyst því af hvaða hvötum
hún tók ákvarðanir í málinu. Alþingi fór í bága við
eigin löggjöf, sem þó var ætlað að tryggja vandað ferli
og lágmarka hættu á því að flokkshagsmunir stýrðu
för við mat á umsækjendum og staðfestingu af hálfu
þingsins. Dómsvaldið brást þegar Hæstiréttur synjaði
einstaklingi um aðgang að löglega skipuðum dóm-
stól, og lét hann í staðinn sæta málsmeðferð frammi
fyrir dómara sem rétturinn hafði sjálfur lýst yfir að
væri ekki skipaður í samræmi við lög.
Mannréttindadómstóll Evrópu hlífði ekki einu
sinni Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins, í
dómi sínum í gær, enda hefði forsetinn, eftir allt sem
á undan var gengið, veitt hinni ólögmætu málsmeð-
ferð við skipun dómara blessun sína með því að skrifa
undir skipunarbréf Arnfríðar Einarsdóttur, og lýsa
þannig yfir, án nokkurrar sjálfstæðrar rannsóknar
eða ráðgjafar, að enginn galli væri á málsmeðferðinni.
Það er sorglegt að sitjandi dómsmálaráðherra sé
ekki ánægðari með þessa niðurstöðu en raun ber
vitni. Vonbrigði hennar með niðurstöðuna hljóta
að vera í andstöðu við viðhorf þorra Íslendinga, sem
þvert á móti upplifa létti við að fá dómsorð frá virtum
fjölskipuðum dómstól um það sem þeir vissu allan
tímann: Það er og hefur alltaf verið eitthvað bogið við
hvernig dómarar eru skipaðir á Íslandi. Loksins fær
sá flokkur sem stýrt hefur dómsmálaráðuneytinu,
nánast óslitið í lýðveldissögunni, ítarlega leiðsögn
um hvernig á að fara að lögum þegar dómarar eru
skipaðir og hvers vegna má alls ekki fara í bága við
slík lög. Sú leiðsögn ætti að vera fagnaðarefni fyrir
ráðherra og það eru vonbrigði að hún líti ekki þannig
á málið, ekki síst í ljósi þess að hún er, enn sem komið
er, saklaus af vitleysunni.
Það var Sigríður Á. Andersen sem setti alla vitleys-
una af stað af umdeildum ástæðum. Henni var gert að
víkja. Við tók Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem hélt
uppteknum hætti og tók málið í eigið fang í stað þess
að láta staðar numið og leyfa íslenskum borgurum
að eiga dómsorð um að fara skuli að lögum í landinu.
Þórdís Kolbrún kaus að berjast fyrir fráleitum mál-
stað og halda með því dómskerfinu í spennitreyju í 18
mánuði, án þess að geta nokkru sinni útskýrt hvaða
brýnu hagsmuni land og þjóð hefðu af því að fá þeirri
afstöðu hrundið að fara þyrfti að landslögum við
skipun dómara. Hún tapaði en þjóðin vann, 17-0.
Í nýjum dómi MDE segir að skortur á rökstuðningi
ráðherra fyrir ákvörðunum sínum geti haft í för með
sér tortryggni og óvissu meðal borgara um hvaða
hvatir stýri gerðum ráðherrans í raun. Þegar öllu er
á botninn hvolft virðast engir hagsmunir hafa legið
að baki því að óska eftir endurskoðun dómsins nema
hagsmunir Sjálfstæðisflokksins og þeirra dómara
sem ráðherrar þess f lokks hafa skipað með ólög-
mætum hætti.
17-0
2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN