Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 11
„Þetta er ljómandi læsileg bók, ekki síst vegna þess að höfundar hafa traustatök á íslensku máli og beita því fjörlega við flóknar útskýringar.“ S Ö L V I S V E I N S S O N / M O R G U N B L A Ð I Ð Stórfróðlegt rit eftir feðgana Kristján Leósson og Leó Kristjánsson um íslenska kristalinn sem breytti heiminum og varð lykillinn að ráðgátum vísindamanna. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Í gær var fjárhagsáætlun fyrir 2021 kynnt í borgarstjórn sem og græna planið, viðspyrnu- áætlun borgarinnar vegna COVID- 19. Það er engum ofsögum sagt að fjárhagsáætlunin er mjög Pírataleg og ég er stolt af því að vera hluti af meirihluta sem hefur þrek og þor í að bregðast við krefjandi aðstæðum af festu. Viðspyrnan vegna COVID tekur ekki bara á fjárhagslegum kröggum heldur einnig umhverfis- legum og samfélagslegum. Við ætlum að fjárfesta í fólki, ekki bara malbiki og steypu. Nútímavæðing þjónustu mun gerast á tveimur til þremur árum í stað tíu, það er gert með því að setja í það tíu milljarða í stað þriggja. Allri þjónustu og stjórnsýslu verður umturnað þannig að þarfir íbúar verði í forgrunni, ekki þarfir og þvermóðska kerfisins. Minnka sk r if f innsk u , minnk a vesen, minnka tímaeyðslu, minnka sóun og minnka mengun. Við ætlum að auðvelda innritun í leikskóla með betra yfirliti yfir laus pláss og einfalda framkvæmdir með nýrri skipulags- og byggingargátt. Með Gagnsjá Reykjavíkur og nýrri styrkjagátt munum við stórauka gagnsæi í öllu stjórnkerfi borgarinnar. Með fjárfestingu í gagnainnviðum eykst aðgengi að gögnum sem mun styðja við gagna- drifna og upplýsta ákvarðanatöku. Við ætlum einnig að efla lýðræðið með nýrri lýðræðisgátt svo þú getir auðveldlega komið þínum athuga- semdum á framfæri. Með tölvuátaki á öllum skóla- stigum fyrir rúmlega 700 milljónir á þremur árum munum við tryggja að öll njóti góðs af tækniframförum og tækifærunum sem þeim fylgja. Auk þess að hlúa að velferð íbúa hlúum við að velferð dýranna sem er metnaðarmál hjá okkur Pírötum. Með stækkun selalaugarinnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum munum við búa betur að selunum og þróa garðinn áfram sem friðsælt athvarf dýra. Ný dýraþjónusta Reykjavíkur sem sameinar alla þjónustu við gæludýr borgarinnar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Dýr og menn eiga nefnilega að geta lifað í sátt og samlyndi, í enn þá betri borg. Borgin nútímavædd á þreföldum hraða Dóra Björt Guð- jónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Við erum að týna börnum og unglingum í kórónuveiru-faraldrinum. Öðruvísi er ekki hægt að skilja viðvörunar- raddir sem heyrast víða innan úr kerfinu. Alvarlegast er ástandið á Suðurnesjum. Þar hefur enda höggið vegna atvinnumissis verið þyngst, einfaldlega vegna þess hve mikið vægi ferðaþjónustan hefur í atvinnu svæðisins. Á stjórnvöldum hvílir sú ábyrgð að koma til móts við íbúa Suðurnesja eins og hægt er á þessum gríðarlega erfiðu tímum. Áherslan hefur verið á mótvæg- isaðgerðir vegna atvinnumissis. En það brenna eldar víðar. Börn og unglingar hafa eins og aðrir upp- lifað það hvaða áhrif sóttvarnaað- gerðir geta haft á líðan og tengsl. Þá hefur verið ljóst frá upphafi að kórónuveirufaraldurinn hefur ýmis neikvæð áhrif á velferð barna og unglinga, en það er ekki hægt að lýsa þeim upplýsingum sem koma fram í samtölum við Velferðarvakt stjórnvalda og félagsmálayfirvöld og lögreglu á Suðurnesjum öðruvísi en sem reiðarslagi. Í lok október voru tilkynningar til Barnaverndar orðnar jafn- margar og allt árið 2019. Nýjum barnaverndarmálum hefur fjölgað töluvert og f leiri börn vistuð utan heimila. Of beldi inni á heimilum hefur aukist, ekki síst gagnvart börnum. Fleiri börn og unglingar sýna merki um vanrækslu og van- líðan. Þá hefur fjölgað beiðnum foreldra eftir stuðningi við skóla- máltíðir og frístundaúrræði. Það segir okkur sorglega sögu af þung- bærum aðstæðum f jölskyldna, þegar óvissa er um næstu máltíð barnanna. Dæmin eru f leiri. Því miður. Álagið á starfsfólk félagsþjónust- unnar á Suðurnesjum er gríðarlegt og ekki hjálpar til að innviðir á svæðinu hafa ekki vaxið nægilega hratt til að halda í við íbúafjölgun. Þar líkt og annars staðar eru gráu svæðin einfaldlega of mörg, svæðin þar sem börnin eiga á hættu að detta niður á milli kerfa. Það er því mjög jákvætt að félags- og barna- málaráðherra kynnti í vikunni svokallað farsældarfrumvarp sem unnið hefur verið að síðustu ár í samvinnu fjölmargra aðila. Með því er ætlunin að samþætta öll kerfi sem styðja við börn og fjöl- skyldur barna sem verða fyrir áföll- um og reyna þannig að tryggja að börnin falli ekki á milli kerfa. Það er óskandi að stjórnvöld tryggi að verkefnið fái nauðsynlega fjármuni til skemmri tíma og lengri. Núna þurfum við hins vegar að beina stuðningi þangað sem þörf- in er mest. Það er á ábyrgð okkar allra. Börn fyrir borð Hanna Katrín Friðriksson þingflokks- formaður Viðreisnar S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.