Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 02.12.2020, Qupperneq 19
Þegar hagkerfið er komið inn í allt annað vaxtaumhverfi kemur sífellt betur í ljós hversu úrelt þetta viðmið er. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is ✿ Innlánastaflinn – aukning frá áramótum 350 300 250 200 150 100 50 0 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 306 103 25% 35% 7%49 66 16% innlán innlendra aðila Atvinnufyrirtæki HeimiliLífeyrissjóðir Í krónum (ma.kr.) Í prósentum (hægri ás) Samtök iðnaðarins (SI) telja að gjaldeyristekjur hugverkaiðn-aðar muni nema 140 milljörð- um króna í ár og muni skapa um 15 prósent af gjaldeyristekjum þjóðar- búsins. Útlit er fyrir að greinin verði sú þriðja stærsta í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins í ár á eftir sjávarútvegi (28 prósent) og ál- og kísiljárnfram- leiðslu (23 prósent). Þetta kemur fram í greiningu SI. „Hug verkaiðnaður er f jórða útf lutningsstoðin í íslensku hag- kerfi,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í samtali við Markaðinn. „Með réttri for- gangsröðu n og á k vörðu nu m getur þessi stoð orðið sú stærsta og mikilvægasta hér á landi. Þar með yrði dregið úr sveif lum í hag- kerfinu, eitthvað sem lengi hefur verið stefnt að, þannig að ytri áföll myndu ekki hafa eins mikil áhrif á okkur og nú.“ Hann segir að með því að styðja enn frekari framgang þeirrar stoðar sem hugverkaiðnaður sé verði til ný, eftirsótt og verðmæt störf og aukin verðmætasköpun til framtíðar. „Þetta á að vera plan A og stjórnvöld og atvinnulíf eiga að taka höndum saman um að virkja og sækja ný tækifæri á þessu sviði.“ Samkvæmt greiningunni jukust gjaldeyristekjur hugverkaiðnaðar um 38 prósent á milli áranna 2018 og 2019 þegar þær námu 135 millj- örðum króna og hafa aldrei verið hærri. Lyfja-, líftækni- og heilbrigð- isiðnaður er sá stærsti, skapaði um 54 prósent af gjaldeyristekjunum í fyrra og jukust þær um 63 prósent á milli ára. Upplýsinga- og fjarskiptatækni- iðnaður skapaði um 37 prósent af tekjunum og jukust þær um 21 pró- sent á milli ára. Annar hátækniiðn- aður, svo sem framleiðsla á stoð- tækjum eða tækjabúnaði fyrir matvælaiðnað og kvikmyndaiðn- aður, skapaði níu prósent af tekjun- um og jukust gjaldeyristekjurnar um átta prósent á milli ára. „Snarpur vöxtur hefur verið í upplýsinga- og fjarskiptatækni- iðnaði (UT) hér á landi á undan- Hugverkaiðnaður með 15 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins förnum árum,“ segir í greiningu SI. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur greinarinnar 50 milljörðum króna. Til samanburðar námu gjaldeyris- tekjur greinarinnar 24 milljörðum króna árið 2013. Tekjur greinarinn- ar hafa því vaxið um 107 prósent á tímabilinu. Lyfja-, líftækni- og heilbrigðis- iðnaður hefur verið að ná vopnum sínum aftur undanfarið eftir sam- dráttinn frá 2016-2018. Byggir vöxtur síðustu ára meðal annars á þeirri miklu þekkingu sem varð til á uppbyggingarárum greinarinnar hér á landi. Vöxtur hefur verið í gjaldeyristekjum greinarinnar frá 2018. Fyrirtæki á borð við Cori- pharma, Alvotech, Florealis, Ker- ecis og Zymetech hafa verið í vexti síðustu ár og eru áform þeirra um frekari uppbyggingu hér á landi stór. Má í því sambandi nefna að samkvæmt áætlun Alvotech verður fyrirtækið með 5 prósent af vergri landsframleiðslu og 20 prósent af útf lutningstekjum þjóðarbúsins árið 2027. helgivifill@frettabladid.is Lyfjaiðnaður hefur náð vopnum sínum aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ✿ Gjaldeyristekjur hugverkaiðnaðar Hlutfall af heildargjaldeyristekjum (h.ás) gjörskrafan væri hins vegar lækkuð niður í 2 prósenta verðtryggða vexti gæti hækkun skuldbindinga lífeyr- issjóða numið tugum prósenta. Læk k andi vext ir samhliða óbreyttri uppgjörskröfu leiða til þess að lífeyrissjóðirnir horfa fram á fórnarskipti. Meiri ávöxtun fylgir að jafnaði meiri áhætta, og til að ná þessu 3,5 prósenta viðmiði þurfa sjóðirnir því að taka meiri áhættu en áður. F j á r m á l a s t ö ð u g l e i k a n e f n d Seðlabanka Íslands ræddi stöðu lífeyrissjóðanna og áhrif þeirra á fjármálamarkaði á síðasta fundi, sem var haldinn um miðjan septem- ber. Í fundargerðinni kom fram að lífeyrissjóðirnir „séu ráðandi fjár- festar hér á landi og mikilvægt sé að breið sátt ríki um umgjörð þeirra“. Þá hafði nefndin áhyggjur af stöðu sjóðanna „í ljósi núverandi vaxta- umhverfis sem gæti aukið áhættu töku þeirra í leit að hærri ávöxtun“. Innlán lífeyrissjóða í bankakerf- inu hafa aukist um 35 prósent, alls 49 milljarða króna, frá áramótum. Staðan fór hæst í 192 milljarða í lok september en lækkaði svo um 10 milljarða í október. Miðað við 0,15 prósenta innlánsvexti að meðaltali er raunávöxtun innlánastaf lans neikvæð um meira en 3 prósent. Viðmælendur Markaðarins á fjár- málamarkaði segja að lífeyrissjóðir hafi fundið fjármagni sínu farveg í hlutabréfum og fyrirtækjaskulda- bréfum. Til að mynda hafa lífeyris- sjóðir keypt fyrir vel á þriðja tug milljarða króna í skuldabréfaút- boðum skráðu fasteignafélaganna á síðustu vikum. Ef langtímaávöxtun verður lægri en uppgjörskrafan þegar upp er staðið þarf að skerða lífeyrisrétt- indi. Jón Ævar Pálmason, sérfræð- ingur í áhættugreiningu hjá Fjár- málaeftirlitinu, sagði í umfjöllun Markaðarins fyrir ári síðan að skuldbindingar dæmigerðrar líf- eyrissjóða myndu aukast um 10-13 prósent ef uppgjörskrafan yrði lækkuð niður í 3 prósent. Á móti myndu eignir aukast um 2-4 pró- sent. Ef uppgjörskrafan væri hins vegar lækkuð niður í 2 prósenta verðtryggða vexti gæti hækkun skuldbindinga lífeyrissjóða numið tugum prósenta. Ríkisstjórnin mun hefja stefnu- mörkun í lífeyrismálum og stefnir að því að afraksturinn verði græn- bók um lífeyrismál sem kynnt verður vorið 2021. MARKAÐURINN 5M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.