Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.12.2020, Blaðsíða 20
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Hlutfall almennings mun minna hérlendis „Hlutfall almennings á hluta- bréfamarkaði hefur undanfarin ár verið lágt bæði í samanburði við það sem áður var og það sem þekkist annars staðar, eða um fjögur til fimm prósent,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar Nasdaq Iceland. „Þegar best lét eða árið 2002 stóð hlutabréfaeign almennings í 17 prósentum af markaðsvirði. Við teljum æskilegt að hún sé að minnsta kosti tvisvar til þrisvar sinnum hærri en nú er svo viðun- andi sé eða á svipuðum slóðum og við sjáum á Norðurlöndunum. Við höfum samt skynjað meiri áhuga almennings á því að taka þátt á markaði, eins og sjá mátti á útboði Icelandair Group í september sem og vel sóttri vef- fræðslu um fjárfestingar sem við stóðum fyrir um daginn ásamt HR og bönkunum,“ segir hann. Magnús segir að það væri æskilegt ef heimilin fjárfestu í meira mæli á hlutabréfamarkaði. „Við þekkjum það frá nágranna- löndunum að fjárfestingar ein- staklinga á markaði eru sérlega mikilvægar nýsköpunarfyrir- tækjum. Aukin þátttaka einstakl- inga á hlutabréfamarkaði býður einnig upp á fjölbreyttari skoð- anaskipti, meiri valddreifingu og er einnig tæki til að jafna tekju- dreifingu því hún þýðir að arður af fjárfestingum er ekki bundinn við fámennan hóp. Þá er líklegt að auknar fjárfestingar heimila á hlutabréfamarkaði auki sam- stöðu í samfélaginu með því að styrkja samband almennings og atvinnulífs.“ Vaxtalækkanir Seðla-bankans hafa og mu nu st uðla að meir i hæk kunum á hlutabréfaverði en það að bólu- efnið gegn COVID-19 sé á næsta leyti. Þetta segir Snorri Jakobsson, framkvæmdastjóri greiningarfyrir- tækisins Jakobsson Capital. „Stýri- vaxtalækkanir hafa leitt til mikilla hækkana á hlutabréfamarkaði.“ Mogens Gunnar Mogensen, for- stöðumaður hlutabréfastýringar hjá Íslandssjóðum, segist bjartsýnn á áframhaldandi hækkanir á hluta- bréfamarkaði á næstu misserum. „Vextir eru orðnir lágir hér á landi og til lengri tíma munu þeir haldast lægri en áður hefur þekkst.“ Hann bendir á að þetta muni hafa í för með sér að fjármunir leiti úr áhættuminni eignum eins og ríkis- skuldabréfum yfir í hlutabréf. „Þessi tilfærsla hófst í lok síðasta árs eftir að vextir tóku að lækka um mitt ár 2019. Við fundum fyrir miklu innflæði í hlutabréfasjóði okkar á þessu tímabili en í fyrstu COVID- bylgjunni hægði á þeirri þróun. Það var eðlilegt í ljósi þeirrar óvissu sem skapaðist í hagkerfinu meðal ann- ars tengt framtíð Icelandair en þá var ljóst að fram undan væri stórt hlutafjárútboð hjá félaginu.“ Innflæði stuðli að hækkunum Mogens Gunnar telur að aukið inn- flæði á hlutabréfamarkaðinn muni stuðla að hækkunum. „Við teljum að töluverðir fjármunir muni leita inn á markaðinn vegna þess hve vextir eru lágir og verðlagning víða hagstæð.“ Magnús Örn Guðmundsson, for- stöðumaður hlutabréfa og bland- aðra sjóða hjá Stefni, segir að fréttir af bóluefnunum þremur gegn COVID-19 hafi staðfest „að ljósið við enda ganganna er ekki lest á móti okkur“ heldur bjargvættur. Bóluefni skipti sköpum fyrir efna- hag Íslands enda sé ferðaþjónusta umsvifamikill atvinnuvegur. „Nú höfum við fast land undir fótum og getum farið að hugsa fram í tím- ann,“ segir hann. Mogens Gunnar segir margar skýringar á sterkum hlutabréfa- markaði síðan í haust. Góðar fréttir af bóluefni skipti þar verulegu máli, vel heppnað hlutafjárútboð Ice- land air og almennt góður gangur í rekstri félaga á markaði, ekki síst vegna sterkrar einkaneyslu, hafi glætt markaðinn miklu lífi. Þessi tíðindi ásamt lágum vöxtum geri það að verkum að fjárfestar og sparifjáreigendur færi fé úr inn- lánum og skuldabréfum í hlutabréf. Í hlutafjárútboði Icelandair hafi sjö þúsund nýir hluthafar bæst í eig- endahópinn og hlutabréfin hafa hækkað um 40 prósent frá þeim tíma. „Ekki er ólíklegt að hlutafjárút- boð Icelandair hafi endurvakið áhuga margra einstaklinga á hluta- bréfamarkaðnum,“ segir hann. Að hans sögn hefur verið töluvert innf læði á hlutabréfamarkaðinn, sérstaklega í október og nóvem- ber. Birtingarmynd þess sé meðal annars að hlutabréfasjóðir Íslands- sjóða hafi vaxið um tæp 40 prósent frá áramótum. Fjárfestar horfa í gegnum faraldurinn Miklar stýrivaxtalækkanir hafa gert það að verkum að hlutabréfaverð hefur almennt hækkað frá áramótum þrátt fyrir að COV­ ID­19 hafi skapað djúpa niðursveiflu í efnahagslífinu. Í ljósi lágra vaxta er viðbúið að fé muni streyma inn á hlutabréfamarkað. Þrátt fyrir að flestir haldi sig almennt heima, hvort sem það eru Íslendingar eða ferðamenn, hafa uppgjör ýmissa fyrirtækja í Kauphöll komið fjárfestum skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Horft í gegnum faraldurinn Magnús Örn segir að fjárfestar hérlendis og erlendis hafi horft í gegnum kórónaveirufaraldurinn. Verðmat fyrirtækja byggi enda á spá um sjóðstreymi til fjölda ára en ekki skamms tíma. „Margir reikna með því að bóluefnið verði komið í víð- tæka dreifingu á fyrri hluta næsta árs og því er hægt að leiða hugann að því hvernig fyrirtækin standa þegar veiran hefur verið kveðin niður.“ Sveinn Þórarinsson, hlutabréfa- greinandi hjá Landsbankanum, segir að fjárfestar „horfir í gegnum“ COVID-19. Þess vegna muni hluta- bréfamarkaðurinn ekki taka við sér á sama tíma og hagkerfið. Þegar verði búið að verðleggja þær hækk- anir að einhverju leyti inn í hluta- bréfaverðið. Hann vekur athygli á að f lest skráð fyrirtæki á markaði hafi hækkað frá áramótum þrátt fyrir þá erfiðleika sem veiran skapi fyrirtækjum. Fjárfestar séu enda á höttunum á eftir betri ávöxtun í lágvaxta umhverfi. Það hjálpi að f lest skráð fyrirtæki í Kauphöll hafi orðið fyrir vægum áhrifum af COVID-19 fyrir utan Icelandair og fasteignafélögin. Uppgjör á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi til að mynda verið fín. Að því sögðu spái Landsbankinn því að hagnaður fyrirtækja í Kauphöllinni verði um 30 prósentum minni í ár en í fyrra. 60 40 20 0 -20 -40 -60 -80 -100 ✿ Gengisþróun frá áramótum Sí m in n Sj óv á Kv ik a ba nk i O ri go TM Br im VÍ S H ag ar Fe st i Ei m sk ip M ar el Ar io n ba nk i Ei k Sk el ju ng ur Sý n Ic el an d Se af oo d Re gi nn Re iti r Ic el an da ir 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.