Harmonikublaðið - 01.12.2017, Page 16
Húnvetninga, Vestlendinga, Skagfirðinga og
Selfyssinga. Þá má ekki gleyma þeim sem
heimsóttu okkur, en Rangæingar, Selfyssingar,
Borgfirðingar, Dalamenn og fleiri hafa
nokkrum sinnum hlaupið undir bagga á
dansleikjum félagsins.
Það liðu ekki nema fjögur ár frá stofnun
FHUR þar til landssambandið var myndað
af þeim fimm félögum, sem þá höfðu verið
stofnuð og í beinu framhaldi af því var efnt
til fyrsta landsmótsins, en þá voru félögin
orðin sex. Það fór fram í Reykjavík dagana 4.
til 6. júní 1982 og bar þess merki að vera
byrjendaverk, en undirbúningur var allur í
höndum FHUR. Ekki tóku öll félögin þátt í
þessu fyrsta landsmóti, en samkvæmt bestu
upplýsingum voru þar auk FHUR, Þing-
og fljótlega var til mikið einvala lið, sem treysta
mátti fyrir dansleik. Mjög hefur þeim fækkað
í seinni tíð. Upp í hugann koma nöfnin,
Jóhannes Pétursson, Agúst Pétursson,
Þorvaldur Björnsson, Garðar Jóhannesson,
Sigurgeir Björgvinsson, Grettir Björnsson,
Bragi Hlíðberg, Reynir Jónasson og ótal
margir fleiri.
Félagið hélt árshátíðar um árabil, en 2013 var
sú síðasta. Þess í stað hefur félagið staðið fyrir
þorrablótum um 20 ára skeið. Síðustu
fimmtán árin hafa þessar skemmtanir verið
haldnar í samvinnu við Þjóðdansafélag
Reykjavíkur.
Félagið gaf út hljómplötu með íslenskum
harmonikuleikurum víða af landinu 1980 og
önnur hljómplata var gefin út 1984, þar sem
Hefur hljómsveit félagsins leikið hlutverk þar
auk þess sem minni hópar og einleikarar hafa
komið þar fram fyrir hönd félagsins. Auk þess
að eiga fulltrúa á tónleikum landsmótanna
hafa fjölmargir félaga leikið fyrir dansi á
mótunum. Ætíð hefur verið kappkostað að
hafa áhugasama stjórnendur (helst
harmonikuleikara) við hljómsveit félagsins.
Til að byrja með var ekki hljómsveit félagsins,
eins og síðar varð, heldur nokkrir hópar sem
æfðu undir leiðsögn ýmissa félaga. Þannig varð
til Gústa (Ágúst Pétursson) hópur og Sigga
(Sigurður Alfonsson) hópur, en strax á öðru
landsmótinu sem haldið var á Varmalandi í
Borgarfirði um Jónsmessuna 1984, lék nítján
manna hljómsveit FHUR undir stjórn Reynis
Jónssonar. Svo skemmtilega vill til, að varðveist
Glaumur oggleði íArnesi 2004. Mynd: Sigurður Harðarson
Frd tónleikum Lars Ek íÁrnesi 2007. Mynd: Sigurður Harðarson
Vestfirðingar oggeStir við œfingar á Borg2017 Mynd: Sigurður Harðarson Dansinn stiginn á árshátíð 2013 Mynd: Sigurður Harðarson
eyingar, Eyfirðingar og Vestlendingar. Mótið
hófst með samleik félaga á Lækjartorgi
föstudaginn 4. júní. Um kvöldið var danleikur
í Sigtúni. Á laugardeginum voru síðan
tónleikar og dansleikur í Festi í Grindavík!!
Mótinu lauk síðan á skemmtifundi í Glæsibæ
um miðjan sunnudaginn. Það var ýmislegt
fleira í boði þessa helgi, því listahátíð hófst í
borginni á laugardeginum, auk þess var þetta
Sjómannadagshelgin. Þannig gekk þetta nú
til, það Herrans ár 1982.
Frá upphafi hafa dansleikir leikið stórt hlutverk
í starfi félagsins. I upphafi var ekki mikið um
vana dansspilara en með tímanum rættist úr
16
allir harmonikuleikararnir voru félagsmenn.
Aðeins þremur árum seinna var komið að
þriðju plötunni og var hún gerð í tengslum
við ferð félagsins til Noregs. Það var svo árið
1996 að gefinn var út geisladiskur þar sem
leikur hljómsveitar félagsins var í aðalhlutverki.
Að sjálfsögðu eru þessar útgáfur misjafnar að
gæðum eins og gengur, en engu að síður
ómetanlegur vitnisburður um það öfluga starf
sem fram fór í félaginu. Ometanlegar
hjálparhellur við upptökur voru þeir Högni
Jónsson og Grettir Björnsson.
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík hefur
frá upphafi átt fulltrúa á landsmótum SlHU.
hefur 30 mínútna upptaka sem er aðgengileg
á YouTube, sem gerð var sömu helgina, þegar
hljómsveitin brá sér í Borgarnes og lék í
kaupfélagsportinu fyrir bæjarbúa í sól og
sumarblíðu. Síðan hafa stjórnað hljómsveitinni
Þorvaldur Björnsson, Daníel Bjarnason,
Reynir Sigurðsson og Sigurður Alfonsson.
Reynir Jónasson hefur oftar en einu sinni
komið að stjórn hennar og er núverandi
stjórnandi. A fyrstu tuttugu árum félagsins
var Karl Adólfsson ákaflega drjúgur útsetjari,
en útsetningar hans þótt sérlega góðar, enda
mjög vinsælar með harmonikuunnenda víða
á landinu.